Frétt
Veitingastaðir og verslanir verða á fyrirhugaðri endurbyggingu Torfunesbryggju
Framkvæmdir eru nú hafnar við Torfunefsbryggju á Akureyri þar sem að ætlunin er að stækka bryggjuna og markmiðið er að byggja upp aðlaðandi svæði þar sem að fólk getur komið saman og notið þess að vera í nálægð við hafið.
Bryggjan og nærsvæði hennar mun einnig hýsa ýmiskonar þjónustu, líkt og veitingastaði og verslanir. Í vetur verður farið í að reka niður stálþil og stækka bryggjuna en í framhaldinu mun uppbygging á svæðinu fara fram.
Arkitektastofan Arkþing/Nordik bar sigur úr bítum í samkepnni um hönnun svæðisins fyrr á þessu ári og hefur umsjón með hönnuninni.
Þegar tilkynnt var um úrslitin var m.a. sagt um tillöguna: Meginatriði vinningstillögu Arkþing/Nordic felst í fjölbreyttum útirýmum sem mótuð eru með sjö byggingum, ólíkum að stærð og formi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Akureyrarbæ.
Þær mynda húsaröð og aðdraganda að Hofi, en gönguleiðin þangað er endurbætt á áhugaverðan hátt. Þessi nýja byggð myndar fjölbreytta bæjarmynd séð frá Pollinum auk þess sem götumynd Glerárgötu er mótuð m.a. með útrýmum mót vestri.
Þjónustuhúsi hafnarinnar er komið fyrir undir settröppum sem snúa að vel mótuðu viðburðatorgi og er gert ráð fyrir tengingu við innirými syðstu húsanna.
Myndbandið að neðan lýsir í megindráttum hugmyndinni að baki hönnun Arkitektastofunnar Arkþing/Nordik.
Mynd: akureyri.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Food & fun1 dagur síðan
Þrír barþjónar keppa til úrslita í kokteilkeppni Food & Fun