Frétt
Veitingastaðir í mathöllum sektaðir
Neytendastofa hefur sektað 12 veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum fóru fulltrúar Neytendastofu í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum.
Athugaðar voru verðmerkingar hjá 54 veitingastöðum og voru gerðar athugasemdir við 37 staði. Allir veitingastaðirnir höfðu matvöru verðmerkta en níu höfðu engar verðmerkingar á drykkjum. Á 28 stöðum voru verðmerkingar til staðar en skorti magnupplýsingar drykkja. Með bréfum Neytendastofu var tilmælum beint til veitingastaðanna að koma verðmerkingum í rétt horf.
Neytendastofa hefur nú lagt stjórnvaldssekt á 12 fyrirtæki vegna 15 veitingastaða sem bættu ekki verðmerkingar innan tilskilins frests.
Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






