Frétt
Veitingastaðir í mathöllum sektaðir
Neytendastofa hefur sektað 12 veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum fóru fulltrúar Neytendastofu í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum.
Athugaðar voru verðmerkingar hjá 54 veitingastöðum og voru gerðar athugasemdir við 37 staði. Allir veitingastaðirnir höfðu matvöru verðmerkta en níu höfðu engar verðmerkingar á drykkjum. Á 28 stöðum voru verðmerkingar til staðar en skorti magnupplýsingar drykkja. Með bréfum Neytendastofu var tilmælum beint til veitingastaðanna að koma verðmerkingum í rétt horf.
Neytendastofa hefur nú lagt stjórnvaldssekt á 12 fyrirtæki vegna 15 veitingastaða sem bættu ekki verðmerkingar innan tilskilins frests.
Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt4 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt4 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis






