Frétt
Veitingarekstur á vonarvöl – Launakostnaður veitingareksturs á Íslandi er sá langhæsti á Norðurlöndunum
Ef fyrirhugaðar taxtahækkanir Lífskjarasamningsins verða að veruleika á næstu tveimur árum er rekstrargrundvelli veitingastaða á Íslandi verulega ógnað. Þetta má lesa úr skýrslu sem unnin var af endurskoðunarfyrirtækinu KPMG fyrir hin nýstofnuðu Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði sem að Fréttablaðið vekur athygli á og hefur undir höndum.
Í skýrslunni kemur fram að ef ekki eigi að velta auknum launakostnaði út í verðlag verði afkoma veitingageirans á Íslandi orðin neikvæð strax á næsta ári.
Jafnframt er launakostnaður veitingareksturs hér sá langhæsti á Norðurlöndunum, enda taki fyrirkomulag yfirvinnutaxta veitingageirans á Íslandi ekki tillit til hás hlutfalls hlutastarfsmanna sem eru jafnan með lágan starfsaldur, líkt og gert er í öðrum löndum, að því er fram kemur á frettabladid.is sem hægt er að lesa í heild sinni hér.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






