Freisting
Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði opnar kaffihús og sjávarréttastað

Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði við Vitatorg
Vitinn hefur opnað á ný eftir gagngerar breytingar og stefnir á ný mið. Sjávarréttir og kaffihús er meðal þess sem áhersla er nú lögð á.

Matreiðslumeistarinn og eigandi Vitans Stefán Sigurðsson
Matreiðslumeistari og eigandi Vitans er Stefán Sigurðsson en hann lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 1974. Stefán hefur m.a. starfað á veitingastöðunum Múlakaffi, Hótel Stykkishólmi, Valaskjálf, Varnaliðinu og síðan á Veitingastaðnum Vitanum.
Veitingahjónin Stefán og Brynhildur Kristjánsdóttir byggðu Vitann fyrir 25 árum. Til gamans má geta þess að þau handgrófu fyrir sökklinum og frá fyrstu skóflustungu og þar til staðurinn opnaði, liðu 3 og hálfur mánuður, en þá snæddi fyrsti gesturinn kvöldverð.
Veitingahúsið Vitinn býður upp á hádegisverðarétti, glæsilegan kaffihúsamatseðil, úrval léttra veitinga í bistró umhverfi, fjölbreyttan og girnilegan A la carte kvöldverðamatseðill.
Vitinn býður einnig upp á veislur við öll tækifæri, getur tekið á móti öllum stærðum af hópum og er með spennandi hópmatseðla.
Pöntunarsími er: 423 7755 og netfangið er [email protected]
Opnunartími:
Opið er alla daga og opnunartími er frá 11;30 – 21°° virka daga og Laugardaga.
Sunnudagar frá 14°° – 21°°
Sýnishorn af A la carte kvöldverðamatseðli:
-
Sýnishorn af Súpu og forréttamatseðli….
– Sjávarréttasúpa Vitans í brauðkollu kr. 1.390.-
– Gambas rækjur m/ hvítlauk og chili í hvítlauksolíu kr. 1.250.-
-
Sýnishorn af Aðalréttum….
– Hvítlaukskryddaður steinbítur m/ röstí kartöflum, grænmeti og salati kr. 2.250.-
– Saltfiskur með ólífum sólþurrkuðum tómötum, lauk, papriku, sveppum og meðlæti kr. 2.450.-
– Lambasteik m/ rjómapiparsósu, steiktum kartöflum, grænmeti og fersku salati kr. 2.800.-
Ljósmyndari Freisting.is fékk að fylgjast með einni kvöldstund á Vitanum og var í nógu að snúast eins og eftirfarandi myndir sýna:







Veitingahjónin Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson
Myndir: Freisting.is | [email protected]
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar4 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni6 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





