Freisting
Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði opnar kaffihús og sjávarréttastað
Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði við Vitatorg
Vitinn hefur opnað á ný eftir gagngerar breytingar og stefnir á ný mið. Sjávarréttir og kaffihús er meðal þess sem áhersla er nú lögð á.
Matreiðslumeistarinn og eigandi Vitans Stefán Sigurðsson
Matreiðslumeistari og eigandi Vitans er Stefán Sigurðsson en hann lærði fræðin sín á Hótel Sögu og útskrifaðist árið 1974. Stefán hefur m.a. starfað á veitingastöðunum Múlakaffi, Hótel Stykkishólmi, Valaskjálf, Varnaliðinu og síðan á Veitingastaðnum Vitanum.
Veitingahjónin Stefán og Brynhildur Kristjánsdóttir byggðu Vitann fyrir 25 árum. Til gamans má geta þess að þau handgrófu fyrir sökklinum og frá fyrstu skóflustungu og þar til staðurinn opnaði, liðu 3 og hálfur mánuður, en þá snæddi fyrsti gesturinn kvöldverð.
Veitingahúsið Vitinn býður upp á hádegisverðarétti, glæsilegan kaffihúsamatseðil, úrval léttra veitinga í bistró umhverfi, fjölbreyttan og girnilegan A la carte kvöldverðamatseðill.
Vitinn býður einnig upp á veislur við öll tækifæri, getur tekið á móti öllum stærðum af hópum og er með spennandi hópmatseðla.
Pöntunarsími er: 423 7755 og netfangið er [email protected]
Opnunartími:
Opið er alla daga og opnunartími er frá 11;30 – 21°° virka daga og Laugardaga.
Sunnudagar frá 14°° – 21°°
Sýnishorn af A la carte kvöldverðamatseðli:
-
Sýnishorn af Súpu og forréttamatseðli….
– Sjávarréttasúpa Vitans í brauðkollu kr. 1.390.-
– Gambas rækjur m/ hvítlauk og chili í hvítlauksolíu kr. 1.250.-
-
Sýnishorn af Aðalréttum….
– Hvítlaukskryddaður steinbítur m/ röstí kartöflum, grænmeti og salati kr. 2.250.-
– Saltfiskur með ólífum sólþurrkuðum tómötum, lauk, papriku, sveppum og meðlæti kr. 2.450.-
– Lambasteik m/ rjómapiparsósu, steiktum kartöflum, grænmeti og fersku salati kr. 2.800.-
Ljósmyndari Freisting.is fékk að fylgjast með einni kvöldstund á Vitanum og var í nógu að snúast eins og eftirfarandi myndir sýna:
Veitingahjónin Brynhildur Kristjánsdóttir og Stefán Sigurðsson
Myndir: Freisting.is | [email protected]
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala