Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingahúsið Hornið í auglýsingu Telenor fjarskiptafyrirtækisins | Gítarleikari Springsteen fór með aðalhluverkið
Auglýsing á vegum norska fjarskiptafyrirtækisins Telenor var meðal annars gerð hér á Íslandi og má sjá veitingahúsið Hornið í auglýsingunni. Það er Little Steven sem leikur í auglýsingunni, auk þess að vera gítarleikari Springsteen er hann er einnig þekktur fyrir hlutverk í The Sopranos og norsku sjónvarpsþáttunum Lilyhammer.
Það var eitt stærsta og virtasta fyrirtækið á Íslandi í þessum bransa sem hafði samband við okkur hér á Horninu um þessa auglýsingu og þeim leist bara svona vel á staðinn og umhverfið. Þetta var mikið umstang og mjög skemmtileg. Ótrúlega mikið af fólki og græjum. Þeir leigðu Hornið í næstum heilan dag fyrir þetta.
, sagði Jakob H Magnússon matreiðslumeistari og eigandi Hornsins í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um málið.
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.