Frétt
Veislan Goût de France haldin í fjórða sinn á Íslandi
Veislan Goût de France/Good France verður haldin í fjórða skipti miðvikudaginn 21. mars næstkomandi. Þátttakan á heimsvísu aldrei verið meiri: Vel yfir 3.000 matreiðslumenn bjóða 3.000 matseðla í fimm heimsálfum. Með þessari veislu er ætlunin að vekja athygli á franskri matgerðarlist og að bjóða fólki að neyta kvöldverðar að frönskum hætti.
Fimm veitingahús á Íslandi taka þátt í veislunni og bjóða matseðla undir hennar merkjum 21. mars og jafnvel lengur. Þetta eru AALTO Bistro (Sveinn Kjartansson), Humarhúsið / The Lobsterhouse (Ívar Þórðarson), Kitchen & Wine (Hákon Már Örvarsson), Kopar (Ylfa Helgadóttir) og Le Bistro (Rémi Orange).
Öll veitingahús, sem taka þátt í veislunni, hvar sem er í heiminum, leggja sitt af mörkum til lifandi, skapandi og leitandi matgerðarlistar og halda jafnframt í heiðri gömlu gildin: Samneyti, gleði, virðingu fyrir matarnautninni og fyrir umhverfinu.
Matstaðirnir spanna allan skalann, frá grillhúsum til stjörnustaða, og bjóða máltíðir úr ferskum afurðum, upprunnum af næstu grösum, þar sem hóflega er farið með fitu, sykur og salt.
Hádegisverðarboð hjá franska sendiherranum
Í hádegisverði hjá franska sendiherranum, í tilefni af veislunni, verða íslenskar bókmenntir í öndvegi. Friðgeir Ingi Eiríksson, sem rak Gallery Restaurant og vinnur nú að því að opna nýjan veitingastað á næstunni Brasserie Eiriksson, matbýr fyrir gesti sendiherrans franska rétti, sem innblásnir eru af bókalestri hans, og einn réttur að auki er í virðingarskyni við franska matreiðslumanninn Paul Bocuse sem lést fyrir skömmu.
Matseðlar hjá veitingastöðunum á Íslandi
Á heimasíðu Goût de France er hægt að nálgast upplýsingar um matseðla og verð. Smellið á eftirfarandi vefslóðir:

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas