Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Veglegt og flott jólahlaðborð á Hótel Sögu – Verður allt klárt fyrir jólin? – Vídeó

Birting:

þann

Hörður Sigurjónsson framreiðslumeistari

Allir í veitingabransanum þekkja þennan meistara.
Hörður Sigurjónsson framreiðslumeistari bregður fyrir í meðfylgjandi myndbandi hér að neðan, sjón er sögu ríkari.

Jólahlaðborð Hótel Sögu verða haldin í hinum stórglæsilega Súlnasal. Jólahlaðborðin hefjast þann 16. nóvember og verða haldin föstudaga og laugardaga til og með 15. desember.

Helgi Björnsson, Anna Svava og Salka Sól ásamt þriggja manna hljómsveit sjá um skemmtidagskrána í ár og þá mun Siggi Hlö sjá um að halda uppi stemmingunni á dansgólfinu.

Húsið opnar kl. 19:00 og hlaðborðið byrjar kl. 20:00. Skemmtidagskrá og dansleikur til kl. 01:00.

Fyrir þá sem vilja panta sér gistingu, þá verða sérstök tilboð á hótelgistingu fyrir jólahlaðborðsgesti.  Upplýsingar veitir söludeildin á Hótel Sögu í síma 5259930, einnig er hægt að senda póst á [email protected]

Jólahlaðborðið

Jólahlaðborð á Hótel Sögu

Það muna eflaust margir hverjir eftir þessu skemmtilega myndbandi sem birt var fyrir rúmlega ári síðan þegar Súlnasalurinn var fokheldur og miklar framkvæmdir voru gangi og stutt í jólahlaðborðið eða eftir tvo og hálfan mánuð.

Sjá einnig: Frábært myndband frá Hótel Sögu með skemmtilegum húmor

Vídeó

Með fylgir myndband sem sýnir Súlnasalinn í allri sinni dýrð og allt virðist vera í lagi eða hvað?

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið