Uppskriftir
Vegan eftirrétturinn sem allir eru að tala um
Aníta Ösp ingólfsdóttir yfirmatreiðslumaður RIO var svo vinsamleg að deila einni gómsætri uppskrift með lesendum veitingageirans. Njótið vel!
Pólentu kaka
120 gr pólenta
90 gr möndlumjöl
140 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
½ bolli ólífuolía
120 gr kókosmjólk (helst þykki hlutinn af mjólkinni)
1 stk appelsína – zest og safi
½ bolli möndlumjólk
200 gr aquafaba (kjúklingabaunasafi)
Aðferð
Öllum þurrefnum blandað saman í skál, í annarri skál er ólífuolíu, appelsínusafa, kókosmjólk og möndlumjólk blandað saman, því er hrært út í þurrefnablönduna. Síðast er aquafaba þeytt upp þar til létt og ljóst og foldað út í blönduna.
Bakað í 26 cm hringformi á 160°C í sirka 40 mín.
Súkkulaði ganach
450 gr 70% súkkulaði
425 gr kókosmjólk
Aðferð
Soðið upp á kókosmjólkinni og helt yfir smátt saxað súkkulaðið, hrært og helt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.
Súkkulaði ís
4 bollar kókosmjólk
½ bolli kakó
1 stk appelsína, zest og safi
200 gr 70% súkkulaði
1 bolli sýróp
Aðferð
Súkkulaðið brætt í vatnbaði. Kókosmjólk, kakó, appelsínan og sýróp hrært saman í skál, brædda súkkulaðinu hrært varlega út í. Fryst í ísvél.
Appelsínusalsa
2 stk appelsínur
2 stk blóðappelsínur
2 stk lime
50 gr sykur
50 gr vatn
2 tsk rósapipar
Aðferð
Soðið uppá sykrinum, vatninu og rósapiparnum, kælt niður.
Appelsínurnar, blóðappelsínurnar og limeið skorið í litla bita.
Sykursýrópinu hellt yfir og blandað.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum