Viðtöl, örfréttir & frumraun
Vegamótaprinsinn með sjónvarpsþátt í vinnslu fyrir N4
Gísli Ægir Ágústsson, betur þekktur sem Vegamótaprinsinn lætur víða til sín taka. Í haust verður hann með matar- og menningarþætti á N4 og þá ætlar hann að leiða Vestfirðinga í hópferð til Tenerife í október á vegum Tenerifeferða.
Gísli Ægir sagði frá matar- og menningarþáttunum sem hann er að vinna að í Föstudagsþættinum á N4. Þar kom m.a fram að einn þátturinn verður tekinn upp á slóðum Gísla í Uppsölum.
„Ég fæ með mér gest þangað og ætla að fara svolítið ofan í söguna hans Gísla . Af hverju fór hann ekkert úr dalnum og hvernig þetta atvikaðist. Og við eldum eitthvað þjóðlegt á meðan. „
Kennir Lækna Tómasi að gera fiskibollur
„Svo er ég að spá í að kenna Lækna Tómasi að gera fiskibollur, það er alveg kominn tími til að hann læri eitthvað maðurinn. Hann kann ýmislegt en hann kann ekki að gera fiskibollur,“
segir Gísli Ægir og bætir við að þættirnir verði passlega sveitó.
Það er annars nóg að gera hjá Gísla sem er eigandi veitingastaðarins Vegamót á Bíldudal.
„Við þykjumst vera heimsfræg fyrir fish and chips sem að fólk kemur alls staðar að í löngum bunum til að prófa einhverra hluta vegna. Ég hlýt að vera að gera eitthvað rétt.“
Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Gísla úr Föstudagsþættinum á N4 í heild sinni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?