Frétt
Vargurinn kemur aftur á Hamborgarafabrikkuna
![Vargurinn er villibráðarborgari úr íslenskri gæs](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/04/vargurinn-kominn-aftur-3-1024x542.jpg)
Vargurinn er 120 g. íslenskur gæsaborgari í Brioche brauði með Aðalbláberjasultu frá Völlum í Svarfaðardal, grófkorna sinneps- og hunangssósu, bræddum Havarti osti og klettasalati.
Gæsaborgarinn Vargurinn seldist upp á mettíma á Fabrikkunni í febrúar. Birgðirnar sem talið var að myndu endast í um 2 mánuði voru uppurnar með öllu á tæpum fjórum vikum.
„Þetta er langvinsælasti off menu hamborgari sem við höfum tekið inn og hann kláraðist eiginlega strax. Það urðu þónokkrir fyrir vonbrigðum, enda margir unnendur íslenskrar villibráðar sem áttu eftir að smakka hann,“
segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.
Sjá einnig:
Fabrikkan fyrst til að bjóða upp á Gæsaborgara
Villigæsaborgarinn á Fabrikkunni
Kemur á Sumardaginn fyrsta
![Vargurinn - Snorri Rafnsson](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/04/vargurinn-kominn-aftur-2.jpg)
Snorri Rafnsson.
Vargurinn er villibráðarborgari úr íslenskri gæs og kenndur við sjálfan varginn Snorra Rafnsson.
Það munu margir kætast við þessar fréttir en Vargurinn kemur aftur fimmtudaginn 19. apríl, á Sumardaginn fyrsta.
„Það er frábært að geta boðið viðskiptavinum okkar Varginn á ný, en rétt að ítreka að það verður í mjög takmarkaðan tíma, enda er hráefnið af skornum skammti,“
segir Jóhannes.
Myndir: Hamborgarafabrikkan
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt