Frétt
Vargurinn kemur aftur á Hamborgarafabrikkuna

Vargurinn er 120 g. íslenskur gæsaborgari í Brioche brauði með Aðalbláberjasultu frá Völlum í Svarfaðardal, grófkorna sinneps- og hunangssósu, bræddum Havarti osti og klettasalati.
Gæsaborgarinn Vargurinn seldist upp á mettíma á Fabrikkunni í febrúar. Birgðirnar sem talið var að myndu endast í um 2 mánuði voru uppurnar með öllu á tæpum fjórum vikum.
„Þetta er langvinsælasti off menu hamborgari sem við höfum tekið inn og hann kláraðist eiginlega strax. Það urðu þónokkrir fyrir vonbrigðum, enda margir unnendur íslenskrar villibráðar sem áttu eftir að smakka hann,“
segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.
Sjá einnig:
Fabrikkan fyrst til að bjóða upp á Gæsaborgara
Villigæsaborgarinn á Fabrikkunni
Kemur á Sumardaginn fyrsta

Snorri Rafnsson.
Vargurinn er villibráðarborgari úr íslenskri gæs og kenndur við sjálfan varginn Snorra Rafnsson.
Það munu margir kætast við þessar fréttir en Vargurinn kemur aftur fimmtudaginn 19. apríl, á Sumardaginn fyrsta.
„Það er frábært að geta boðið viðskiptavinum okkar Varginn á ný, en rétt að ítreka að það verður í mjög takmarkaðan tíma, enda er hráefnið af skornum skammti,“
segir Jóhannes.
Myndir: Hamborgarafabrikkan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt5 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





