Frétt
Vargurinn kemur aftur á Hamborgarafabrikkuna
Gæsaborgarinn Vargurinn seldist upp á mettíma á Fabrikkunni í febrúar. Birgðirnar sem talið var að myndu endast í um 2 mánuði voru uppurnar með öllu á tæpum fjórum vikum.
„Þetta er langvinsælasti off menu hamborgari sem við höfum tekið inn og hann kláraðist eiginlega strax. Það urðu þónokkrir fyrir vonbrigðum, enda margir unnendur íslenskrar villibráðar sem áttu eftir að smakka hann,“
segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.
Sjá einnig:
Fabrikkan fyrst til að bjóða upp á Gæsaborgara
Villigæsaborgarinn á Fabrikkunni
Kemur á Sumardaginn fyrsta
Það munu margir kætast við þessar fréttir en Vargurinn kemur aftur fimmtudaginn 19. apríl, á Sumardaginn fyrsta.
„Það er frábært að geta boðið viðskiptavinum okkar Varginn á ný, en rétt að ítreka að það verður í mjög takmarkaðan tíma, enda er hráefnið af skornum skammti,“
segir Jóhannes.
Myndir: Hamborgarafabrikkan
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla