Frétt
Vargurinn kemur aftur á Hamborgarafabrikkuna

Vargurinn er 120 g. íslenskur gæsaborgari í Brioche brauði með Aðalbláberjasultu frá Völlum í Svarfaðardal, grófkorna sinneps- og hunangssósu, bræddum Havarti osti og klettasalati.
Gæsaborgarinn Vargurinn seldist upp á mettíma á Fabrikkunni í febrúar. Birgðirnar sem talið var að myndu endast í um 2 mánuði voru uppurnar með öllu á tæpum fjórum vikum.
„Þetta er langvinsælasti off menu hamborgari sem við höfum tekið inn og hann kláraðist eiginlega strax. Það urðu þónokkrir fyrir vonbrigðum, enda margir unnendur íslenskrar villibráðar sem áttu eftir að smakka hann,“
segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar.
Sjá einnig:
Fabrikkan fyrst til að bjóða upp á Gæsaborgara
Villigæsaborgarinn á Fabrikkunni
Kemur á Sumardaginn fyrsta

Snorri Rafnsson.
Vargurinn er villibráðarborgari úr íslenskri gæs og kenndur við sjálfan varginn Snorra Rafnsson.
Það munu margir kætast við þessar fréttir en Vargurinn kemur aftur fimmtudaginn 19. apríl, á Sumardaginn fyrsta.
„Það er frábært að geta boðið viðskiptavinum okkar Varginn á ný, en rétt að ítreka að það verður í mjög takmarkaðan tíma, enda er hráefnið af skornum skammti,“
segir Jóhannes.
Myndir: Hamborgarafabrikkan

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata