Frétt
Varað þurrkuðum fiski – Fiskurinn er óhæfur til neyslu
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Afroase Bongo fish dried whole sem fyrirtækið Lagsmaður ehf. flytur inn vegna þess að fiskurinn er óhæfur til neyslu. Varan greindist með of hátt magn af histamíni og öðrum lífrænum amínum. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með aðstoð heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) og sent út fréttatilkynningu.
Tilkynningin um innköllunina kom í gegnum RASFF evróska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er um að ræða innköllun á neðangreindir framleiðslulotu:
- Vörumerki: Afroase
- Vöruheiti: Bongo fish dried whole
- Best fyrir dagsetning: 31.12.2022
- Strikamerki: 8719497392315
- Nettómagn: 200g
- Framleiðandi: Asia Express Food B.V. – Kilbystraat – Kampen – 8263 – Netherlands
- Framleiðsluland: Gambia
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / fiska.is, Nýbýlavegi 6 Kópavogi
- Dreifing: Verslun fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi
Neytendur sem hafa keypt ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila í verslun Lagsmanns /fiska.is að Nýbýlavegi 6.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






