Frétt
Vanmerkur ofnæmis- og óþolsvaldur í pasta (mjólk)
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á Pestó kjúklingapasta frá Móðir náttúru sem fyrirtækið Álfsaga framleiðir vegna þess að varan er vanmerkt ofnæmis- og óþolsvaldi (mjólk). Varan inniheldur PARMESAN OST (MJÓLK) sem ekki er merktur á umbúðir vörunnar.
Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit HEF (Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Setjarnarness) innkallað vöruna og sent út fréttatilkynningu.
Einungis er verið að innkalla eftirfarandi lotur:
- Vörumerki: Móðir náttúra
- Vöruheiti: Pestó kjúklingapasta
- Framleiðandi: Álfasaga ehf.
- Nettómagn: 390g
- Vörunúmer: 6053
- Strikamerki: 5694311277463
- Lotunúmer: L 244, síðasti neysludagur 5.9.22 og L247, síðasti neysludagur 8.9.22
- Framleiðsluland: Ísland
- Dreifing: Krónan, Hagkaup, N1, Cornershop og Lagardere.
Neytendur geta fargað eða skilað vörunni til verslun á dreifingarlistanum.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






