Frétt
Vanmerktur ofnæmisvaldur í pylsum frá Pylsumeistaranum
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa óþol fyrir sinnepi við neyslu á steikarpylsum frá Kjöt&Pylsumeistaranum ehf. Steikarpylsurnar eru vanmerktar ofnæmis- og óþolsvalda og því hefur fyrirtækið í samráði við Matvælastofnun innkallað allar lotur og best fyrir dagsetning fyrir 18.05.2022.
Matvælastofnun fékk upplýsingar frá fyrirtækinu að neytenda hafi fengið ofnæmis viðbrögð og við nánari skoðun á innihaldslýsingu kom í ljós að ekki var greint frá sinnepsfræjum sem voru eitt af hráefnum pylsana.
Innköllunin á við allar framleiðslulotu framleiddar fyrir 18.05.2022:
- Vörumerki: Pylsumeistarinn, Kjötkompaníið
- Vöruheiti: Steikarpylsa, 400-480 gr
- Þyngd: 400-480 gr pakkningar
- Framleiðandi: Kjöt & Pylsumeistarinn,Kársnesbraut 112, 200 Kópavogur
- Strikamerki: 2300104004866 merkt Pylsumeistaranum og 5692240104003 merkt Kjötkompaniið
- Best fyrir dagsetningar: allar dagsetningar fyrir 18.05.2022
- Dreifing: Verslun Pylsumeistarans, Kjötkompaníið í Hafnarfirði og Granda og Melabúðin
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið