Frétt
Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í kjötsúpu frá Ora
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjötsúpu í 1/2 dós frá Ora vegna þess að hún inniheldur ofnæmisvaka soja og mjólk sem ekki eru merktir á dósinni. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu
- Vörumerki: Ora
- Strikamerki: 5 690519 222304
- Vöruheiti: Kjötsúpa ½ dós niðursoðin
- Framleiðandi: Ora (Myllan-Ora ehf)
- Lotunúmer: L101257 / best fyrir dagsetning: 19.09.2028
- Dreifing: Fjarðarkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Vöruhús Samkaupa
Neytendur sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi eða óþol fyrir soja og / eða mjólk eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til OJK – Ísam eða þar sem varan var keypt.
Mynd: ora.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?






