Frétt
Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í frosnum saltfiskrétti frá Grími kokki
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir hveiti og súlfíti við tveimum framleiðslulotum af frosnum saltfiskrétti með kryddskel frá Grími kokki ehf. En varan var vanmerkt og tekin úr sölu í samráði við Matvælastofnun.
Upplýsingar um vanmerkinguna barst frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Grímur kokkur ehf.
- Vöruheiti: Útvatnaðir saltfiskhnakkar með kryddskel.
- Lýsing á vöru: Útvatnaðir saltfiskhnakkar tilbúnir til steikingar með kryddskel (frystivara)
- Framleiðandi: Grímur kokkur ehf.
- Framleiðsluland: Ísland
- Framleiðsludagur: 26.02.2024 Best fyrir: 26.02.2025
- Framleiðsludagur: 04.03.2024 Best fyrir:05.03.2025
- Dreifing: Verslanir Krónunnar í Flatahrauni,Bíldshöfða, Lindum, Skeifunni, Mosfellssveit,Selfossi og Akureyri
Neytendur sem hafa keypt vöruna geta viðskiptavinum sínum sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti og súlfíti (E224) geta skilað vörunni í þá verslun sem hún var keypt eða senda póst á grimurkokkur@grimurkokkur.is eða fargað henni.
Mynd: facebook / Grímur kokkur

-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu