Frétt
Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í frosnum saltfiskrétti frá Grími kokki
Matvælastofnun varar neytendur sem hafa ofnæmi-eða óþol fyrir hveiti og súlfíti við tveimum framleiðslulotum af frosnum saltfiskrétti með kryddskel frá Grími kokki ehf. En varan var vanmerkt og tekin úr sölu í samráði við Matvælastofnun.
Upplýsingar um vanmerkinguna barst frá heilbrigðiseftirlitinu í Reykjavík.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vörumerki: Grímur kokkur ehf.
- Vöruheiti: Útvatnaðir saltfiskhnakkar með kryddskel.
- Lýsing á vöru: Útvatnaðir saltfiskhnakkar tilbúnir til steikingar með kryddskel (frystivara)
- Framleiðandi: Grímur kokkur ehf.
- Framleiðsluland: Ísland
- Framleiðsludagur: 26.02.2024 Best fyrir: 26.02.2025
- Framleiðsludagur: 04.03.2024 Best fyrir:05.03.2025
- Dreifing: Verslanir Krónunnar í Flatahrauni,Bíldshöfða, Lindum, Skeifunni, Mosfellssveit,Selfossi og Akureyri
Neytendur sem hafa keypt vöruna geta viðskiptavinum sínum sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti og súlfíti (E224) geta skilað vörunni í þá verslun sem hún var keypt eða senda póst á [email protected] eða fargað henni.
Mynd: facebook / Grímur kokkur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn5 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var