Frétt
Vanmerkt kryddbrauð frá Almari bakara
Matvælastofnun varar þá sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir herslihnetum við einni framleiðslulotu af Almars bakara kryddbrauði frá Al bakstur ehf. En heslihnetum hafði verið stráð yfir kökurnar og ekki talið upp í innihaldslýsingu á vörunni.
Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Suðurlandi innkallað vöruna. Kökurnar hafa verið endurmerktar.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Almar bakari Kryddbrauð
- Framleiðandinn: Almar bakari, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði
- Best fyrir dagsetning: 29.02.2024
- Strikamerking: 00000013
- Dreifing: Almar bakari í Hveragerði, Selfossi og Hellu
Neytendum sem keypt hafa vöruna og sérstaklega þeir sem hafa ofnæmi fyrir herslihnetum að neyta henni ekki og skila til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu.
Mynd: facebook / Almar Bakari
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn






