Frétt
Vanmerkt krydd
Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur tegundum af Gulcan kryddum vegna vanmerkinga vegna tungumáls og ofnæmisvalda ( sinnep og sesam) sem fyrirtækið Istanbul market flytur inn og selur í verslun sinni. Fyritækið í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vörurnar og sent út fréttatilkynningu.
innköllunin á við um allar framleiðslulotur og best fyrir dagsetningar:
- Vörumerki: Gulcan
- Vöruheiti: Grill/Mangal Baharati (Grill/BBQ Wurzsalz, Grill/BBQ Kruiden)
- Geymsluþol: Allar best fyrir dagsetningar
- Lotunúmer: Allar lotur
- Strikamerki: 8717552025680
- Nettómagn: 150 g
- Upprunaland: Þýskaland
________________________________________________________________________________
- Vörumerki: Gulcan
- Vöruheiti: Arjantin Mix
- Geymsluþol: Allar best fyrir dagsetningar
- Lotunúmer: Allar lotur
- Strikamerki: 8717552025888
- Nettómagn: 150 g
- Upprunaland: Þýskaland
Vörunum er dreift í verslun Istanbul market, Grensásveg 10
Neytendum sem keypt hafa þessar vörur eru beðin að neyta þeirra ekki og geta skilað þeim gegn endurgreiðslu til verslunarinnar. Vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem hafa ekki ofnæmi fyrir sesam eða sinnepi.
Myndir: aðsendar / Mast.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt2 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni3 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Keppni11 klukkustundir síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Frétt3 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025