Markaðurinn
Valur Ásberg Valsson ráðinn framkvæmdastjóri Kælitækni
Valur Ásberg Valsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kælitækni frá og með 1. nóvember næstkomandi.
Valur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá árinu 2008, en alls starfaði hann hjá Ölgerðinni í 20 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Egils áfengrar drykkjavöru og fyrirtækjaþjónustu.
Valur útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003. Valur hefur víðtæka reynslu í rekstri og sölu- og markaðsmálum og kemur til liðs við Kælitækni á tímum breytinga og vaxtar.
Kælitækni er yfir 60 ára gamalt fyrirtæki sem þjónustar kæliiðnaðinn á Íslandi í stóru og smáu. Félagið hefur vaxið mikið síðustu ár og er nú með umsvifamestu fyrirtækjum á sínu sviði á Íslandi, bæði á sviði vörusölu og þjónustu.
Félagið hefur einnig haslað sér völl erlendis á síðustu árum við hönnun og sölu á kælibúnaði fyrir stór fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu.
,,Við væntum mikils af samstarfi við Val á komandi árum. Reynsla hans og þekking í íslensku viðskiptalífi er víðtæk og við teljum að innkoma hans sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins muni styðja við vöxt starfseminnar og leiða félagið inn í framtíðina,“
segja Haukur Njálsson og Erlendur Hjaltason fyrir hönd stjórnar Kælitækni.
,,Ég er fullur tilhlökkunar á samstarf við starfsfólk og stjórn Kælitækni á komandi árum. Saga fyrirtækisins og framtíðarsýn er áhugaverð og sé ég mikil tækifæri til vaxtar á komandi árum,“
segir Valur Ásberg.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10