Vertu memm

Starfsmannavelta

Valkyrjan lokar

Birting:

þann

Valkyrjan lokar

Þau sorgartíðindi berast úr veitingageiranum að veitingastaðurinn Valkyrjan við Skipholt 19 í Reykjavík hefur nú lokað dyrum sínum fyrir fullt og allt. Valkyrjan fagnaði 3ja ára afmæli á þessu ári. Eigendur Valkyrjunnar voru Daniel Ivanovici og Kikka Sigurðardóttir.

Staðurinn var þekktur fyrir góðan mat, þjónustu og rólega stemningu, auk þess sem hundar voru leyfðir á veitingastaðnum.

Valkyrjan var vegan bistro veitingastaður en staðurinn var opinn frá 08.00 á morgnana þar sem boðið var upp á veglegan morgunverðarmatseðil. Í hádeginu og á kvöldin var boðið upp á langlokur, vefjur, ostakökur, heitir réttir, pastasalat, hamborgara og margt fleira. Þess á milli var staðurinn kaffihús með fjölbreytt úrval af vegan bakkelsi.

Einnig seldi veitingastaðurinn tilbúna rétti í verslunum undir nafninu Valkyrjan Vegan Eldhús, en framreiðslueldhús Valkyrjunnar var staðsett í Skútahrauni 9a, 220 Hafnarfirði. Allar vörur voru seldar í verslanir Hagkaupa.

Myndir: facebook / Valkyrjan

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið