Starfsmannavelta
Valkyrjan lokar
Þau sorgartíðindi berast úr veitingageiranum að veitingastaðurinn Valkyrjan við Skipholt 19 í Reykjavík hefur nú lokað dyrum sínum fyrir fullt og allt. Valkyrjan fagnaði 3ja ára afmæli á þessu ári. Eigendur Valkyrjunnar voru Daniel Ivanovici og Kikka Sigurðardóttir.
Staðurinn var þekktur fyrir góðan mat, þjónustu og rólega stemningu, auk þess sem hundar voru leyfðir á veitingastaðnum.
Valkyrjan var vegan bistro veitingastaður en staðurinn var opinn frá 08.00 á morgnana þar sem boðið var upp á veglegan morgunverðarmatseðil. Í hádeginu og á kvöldin var boðið upp á langlokur, vefjur, ostakökur, heitir réttir, pastasalat, hamborgara og margt fleira. Þess á milli var staðurinn kaffihús með fjölbreytt úrval af vegan bakkelsi.
Einnig seldi veitingastaðurinn tilbúna rétti í verslunum undir nafninu Valkyrjan Vegan Eldhús, en framreiðslueldhús Valkyrjunnar var staðsett í Skútahrauni 9a, 220 Hafnarfirði. Allar vörur voru seldar í verslanir Hagkaupa.
Myndir: facebook / Valkyrjan
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Markaðurinn5 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt5 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?












