Starfsmannavelta
Valkyrjan lokar
Þau sorgartíðindi berast úr veitingageiranum að veitingastaðurinn Valkyrjan við Skipholt 19 í Reykjavík hefur nú lokað dyrum sínum fyrir fullt og allt. Valkyrjan fagnaði 3ja ára afmæli á þessu ári. Eigendur Valkyrjunnar voru Daniel Ivanovici og Kikka Sigurðardóttir.
Staðurinn var þekktur fyrir góðan mat, þjónustu og rólega stemningu, auk þess sem hundar voru leyfðir á veitingastaðnum.
Valkyrjan var vegan bistro veitingastaður en staðurinn var opinn frá 08.00 á morgnana þar sem boðið var upp á veglegan morgunverðarmatseðil. Í hádeginu og á kvöldin var boðið upp á langlokur, vefjur, ostakökur, heitir réttir, pastasalat, hamborgara og margt fleira. Þess á milli var staðurinn kaffihús með fjölbreytt úrval af vegan bakkelsi.
Einnig seldi veitingastaðurinn tilbúna rétti í verslunum undir nafninu Valkyrjan Vegan Eldhús, en framreiðslueldhús Valkyrjunnar var staðsett í Skútahrauni 9a, 220 Hafnarfirði. Allar vörur voru seldar í verslanir Hagkaupa.
Myndir: facebook / Valkyrjan
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir21 klukkustund síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu












