Frétt
Úttekt á lifandi samlokum
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar á opinberu eftirliti með lifandi samlokum, sem fór fram 30. ágúst – 2. september 2022. Með lifandi samlokum er m.a. átt við krækling, ostrur og kúfskel. Tilgangur úttektarinnar var að meta áhrif og skilvirkni úrbóta á opinberu eftirlitskerfi með framleiðslu á lifandi samlokum, sem gripið var til eftir úttekt ESA árið 2019. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að úrbætur voru fullnægjandi í þremur athugasemdum af sex.
Frekari úrbóta er þörf hvað varðar vöktun og sýnatöku á þörungaeitri og eitruðum þörungum, til að tryggt sé að kræklingur sé öruggur þegar hann er settur á markað og að aðferðir sem notaðar eru til greiningar á þörungaeitri uppfylli kröfur.
Niðurstöður eftirlits ESA eru settar fram í lokaskýrslu og með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun Matvælastofnunar. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin.
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill