Frétt
Úttekt á lifandi samlokum

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar á opinberu eftirliti með lifandi samlokum, sem fór fram 30. ágúst – 2. september 2022. Með lifandi samlokum er m.a. átt við krækling, ostrur og kúfskel. Tilgangur úttektarinnar var að meta áhrif og skilvirkni úrbóta á opinberu eftirlitskerfi með framleiðslu á lifandi samlokum, sem gripið var til eftir úttekt ESA árið 2019. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að úrbætur voru fullnægjandi í þremur athugasemdum af sex.
Frekari úrbóta er þörf hvað varðar vöktun og sýnatöku á þörungaeitri og eitruðum þörungum, til að tryggt sé að kræklingur sé öruggur þegar hann er settur á markað og að aðferðir sem notaðar eru til greiningar á þörungaeitri uppfylli kröfur.
Niðurstöður eftirlits ESA eru settar fram í
lokaskýrslu og með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun Matvælastofnunar. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





