Frétt
Úttekt á lifandi samlokum
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur birt skýrslu með niðurstöðum úttektar á opinberu eftirliti með lifandi samlokum, sem fór fram 30. ágúst – 2. september 2022. Með lifandi samlokum er m.a. átt við krækling, ostrur og kúfskel. Tilgangur úttektarinnar var að meta áhrif og skilvirkni úrbóta á opinberu eftirlitskerfi með framleiðslu á lifandi samlokum, sem gripið var til eftir úttekt ESA árið 2019. Meginniðurstöður úttektarinnar eru að úrbætur voru fullnægjandi í þremur athugasemdum af sex.
Frekari úrbóta er þörf hvað varðar vöktun og sýnatöku á þörungaeitri og eitruðum þörungum, til að tryggt sé að kræklingur sé öruggur þegar hann er settur á markað og að aðferðir sem notaðar eru til greiningar á þörungaeitri uppfylli kröfur.
Niðurstöður eftirlits ESA eru settar fram í lokaskýrslu og með skýrslunni fylgir tímasett úrbótaáætlun Matvælastofnunar. Vinna við úrbætur er nú þegar hafin.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi