Keppni
Úrslitin í Kokteilkeppni Tipsý og Grey Goose – Myndir
Metskráning var í Kokteilkeppni Tipsý og Grey Goose. En yfir 150 mjög metnaðarfullar innsendingar bárust í keppnina, sem er mesta skráning í kokteilkeppni hér á landi sem er vitað um að mati aðstandanda og fróðra aðila í bransanum.
Sjá einnig: Þessir barþjónar komust áfram í Tipsy og Grey Goose kokteilkeppninni
Sigurvegarar kvöldsins voru:
Le Breakfaste – Martin Cabejsek, Kjarval
Grey Goose bikarinn, 200þús krónu ferðavinning frá Play, Magnum Grey Goose flaska, blómvöndur og gjafabréf frá Tipsy keðjunni.
Napóleon Banantarte – Ólafur Andri Benediktsson, Jungle
Magnum Grey Goose flaska, blómvöndur og gjafabréf frá Tipsy keðjunni.
A Buttery Goose – Jakob Alf Arnarsson, Monkeys
Grey Goose flaska, blómvöndur og gjafabréf frá Tipsy keðjunni.
Dómarar í lokakeppninni voru:
Sævar Helgi Örnólfsson einn eiganda Tipsy bar, Steindi JR, Teitur Ridderman Schöte Forseti barþjónaklúbbsins og Huld Haraldsdóttir einn eiganda Apóteks.
Kynnir kvöldsins var Auðunn Blöndal og DJ var Benni B-Ruff.
En eins og myndirnar sýna þá var fullt hús á annars rólegum miðvikudegi í bænum.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður