Keppni
Úrslit úr keppninni besta bakan og chili keppninni á opnum Degi á Ásbrú
Sendiráð Bandaríkjanna tók þátt í Opnum Degi á Ásbrú og hélt meðal annars keppni um bestu bökuna og Chili keppni.
Í dómnefnd um bestu bökuna var fulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna Grace O´Friel ásamt Sigurjóni Harðarsyni bakarameistara úr Sigurjónsbakaríi í Reykjanesbæ og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur. Keppnin var opin almenningi.
Gígja með bestu bökuna
Eplabaka Ragnheiðar Guðmundsdóttur varð í öðru sæti en eplabaka Gígju Sigríðar Guðjónsdóttur var valin besta bakan sem Sigurjónsbakarí mun bjóða upp á í bakaríinu sínu nú í júní mánuði.
Chili keppni
Í Chili keppninni voru það veitingastaðir sem kepptu um besta Chili réttinn. Í dómnefnd voru Chargé d´Affaires Paul O´Friel frá sendiráði Bandaríkjanna ásamt Friðriki Sigurðssyni fulltrúa Food and Fun og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.
Veitingastaðir úr Reykjanesbæ tóku þátt í keppninni, en keppt var í þremur flokkum: Chili con Carne (chili með kjöti), Chili sin Carne (chili án kjöts) ásamt keppni um sterkasta chili réttinn.
Í keppninni um besta Chili Con Carne var veitingastaðurinn Duus í öðru sæti, en með sigur af hólmi fór veitingastaðurinn Langbest. Veisluþjónustan Menu Veitingar var með besta Chili sin Carne. Og í keppninni um sterkasta chili réttinn var Duus í öðru sæti en með sigur af hólmi fór veisluþjónustan Menu Veitingar.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin