Vertu memm

Keppni

Úrslit úr keppninni besta bakan og chili keppninni á opnum Degi á Ásbrú

Birting:

þann

Úrslit úr keppninni besta bakan og chili keppninni á opnum Degi á Ásbrú

Sendiráð Bandaríkjanna tók þátt í Opnum Degi á Ásbrú og hélt meðal annars keppni um bestu bökuna og Chili keppni.

Í dómnefnd um bestu bökuna var fulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna Grace O´Friel ásamt Sigurjóni Harðarsyni bakarameistara úr Sigurjónsbakaríi í Reykjanesbæ og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.  Keppnin var opin almenningi.

Gígja með bestu bökuna
Eplabaka Ragnheiðar Guðmundsdóttur varð í öðru sæti en eplabaka Gígju Sigríðar Guðjónsdóttur var valin besta bakan sem Sigurjónsbakarí mun bjóða upp á í bakaríinu sínu nú í júní mánuði.

 

Chili keppni
Í Chili keppninni voru það veitingastaðir sem kepptu um besta Chili réttinn.  Í dómnefnd voru Chargé d´Affaires Paul O´Friel frá sendiráði Bandaríkjanna ásamt Friðriki Sigurðssyni fulltrúa Food and Fun og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.

Veitingastaðir úr Reykjanesbæ tóku þátt í keppninni, en keppt var í þremur flokkum: Chili con Carne (chili með kjöti), Chili sin Carne (chili án kjöts) ásamt keppni um sterkasta chili réttinn.

Í keppninni um besta Chili Con Carne var veitingastaðurinn Duus í öðru sæti, en með sigur af hólmi fór veitingastaðurinn Langbest. Veisluþjónustan Menu Veitingar var með besta Chili sin Carne. Og í keppninni um sterkasta chili réttinn var Duus í öðru sæti en með sigur af hólmi fór veisluþjónustan Menu Veitingar.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið