Keppni
Úrslit úr keppninni besta bakan og chili keppninni á opnum Degi á Ásbrú
Sendiráð Bandaríkjanna tók þátt í Opnum Degi á Ásbrú og hélt meðal annars keppni um bestu bökuna og Chili keppni.
Í dómnefnd um bestu bökuna var fulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna Grace O´Friel ásamt Sigurjóni Harðarsyni bakarameistara úr Sigurjónsbakaríi í Reykjanesbæ og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur. Keppnin var opin almenningi.
Gígja með bestu bökuna
Eplabaka Ragnheiðar Guðmundsdóttur varð í öðru sæti en eplabaka Gígju Sigríðar Guðjónsdóttur var valin besta bakan sem Sigurjónsbakarí mun bjóða upp á í bakaríinu sínu nú í júní mánuði.
Chili keppni
Í Chili keppninni voru það veitingastaðir sem kepptu um besta Chili réttinn. Í dómnefnd voru Chargé d´Affaires Paul O´Friel frá sendiráði Bandaríkjanna ásamt Friðriki Sigurðssyni fulltrúa Food and Fun og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.
Veitingastaðir úr Reykjanesbæ tóku þátt í keppninni, en keppt var í þremur flokkum: Chili con Carne (chili með kjöti), Chili sin Carne (chili án kjöts) ásamt keppni um sterkasta chili réttinn.
Í keppninni um besta Chili Con Carne var veitingastaðurinn Duus í öðru sæti, en með sigur af hólmi fór veitingastaðurinn Langbest. Veisluþjónustan Menu Veitingar var með besta Chili sin Carne. Og í keppninni um sterkasta chili réttinn var Duus í öðru sæti en með sigur af hólmi fór veisluþjónustan Menu Veitingar.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?