Keppni
Úrslit úr keppninni besta bakan og chili keppninni á opnum Degi á Ásbrú
Sendiráð Bandaríkjanna tók þátt í Opnum Degi á Ásbrú og hélt meðal annars keppni um bestu bökuna og Chili keppni.
Í dómnefnd um bestu bökuna var fulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna Grace O´Friel ásamt Sigurjóni Harðarsyni bakarameistara úr Sigurjónsbakaríi í Reykjanesbæ og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur. Keppnin var opin almenningi.
Gígja með bestu bökuna
Eplabaka Ragnheiðar Guðmundsdóttur varð í öðru sæti en eplabaka Gígju Sigríðar Guðjónsdóttur var valin besta bakan sem Sigurjónsbakarí mun bjóða upp á í bakaríinu sínu nú í júní mánuði.
Chili keppni
Í Chili keppninni voru það veitingastaðir sem kepptu um besta Chili réttinn. Í dómnefnd voru Chargé d´Affaires Paul O´Friel frá sendiráði Bandaríkjanna ásamt Friðriki Sigurðssyni fulltrúa Food and Fun og blaðamanni Fréttablaðsins Lilju Katrínu Gunnarsdóttur.
Veitingastaðir úr Reykjanesbæ tóku þátt í keppninni, en keppt var í þremur flokkum: Chili con Carne (chili með kjöti), Chili sin Carne (chili án kjöts) ásamt keppni um sterkasta chili réttinn.
Í keppninni um besta Chili Con Carne var veitingastaðurinn Duus í öðru sæti, en með sigur af hólmi fór veitingastaðurinn Langbest. Veisluþjónustan Menu Veitingar var með besta Chili sin Carne. Og í keppninni um sterkasta chili réttinn var Duus í öðru sæti en með sigur af hólmi fór veisluþjónustan Menu Veitingar.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa