Keppni
Úrslit Sumarkokteil Finlandia 2019 – Myndir og vídeó frá keppninni
Á sunnudaginn fóru fram úrslit í Sumarkokteil Finlandia 2019 og það er óhætt að segja að keppnin milli barþjóna hafi verið mikil.
Keppnin var á milli þeirra 10 barþjóna sem komust áfram úr forkeppninni en þar var dómnefnd frá Finlandia undir handleiðslu Pekka Pellinen, Finlandia Vodka Global Master Mixologist sem valdi 10 bestu drykkina sem fóru í úrslitin í gær.
Íslensk dómnefnd fór svo á milli vinnustaða barþjónanna og dæmdi á þeirra bar. Þegar dómnefndin hafði smakkað og skoðað þá drykki sem voru í keppninni átti hún ærið verk fyrir höndum því heilt yfir voru blöndurnar allar afbragðsgóðar og skoruðu allar mjög hátt.
Eftir að stigin voru kunngerð var það Jóhann B. Jónasson hjá Eiriksson Brasserie með drykkinn „Grapefruit & Tonic“ sem tók sigurinn. Jóhann fer svo fyrir hönd Íslands á Finlandia Midnight Sun í júní þar sem Jóhann mun vinna með 30 barþjónum víðsvegar um heiminn í hjarta Finnlands og njóta sumarsólstöðunar í góðra barþjóna hópi.
„Grapefruit & Tonic“
- 60 ml Finlandia Grapefruit Vodka
- 30 ml Sérútbúið Grape síróp (uppskrift fyrir neðan)
- 2 skvettur Bittermens hopped grapefruit bitters
- 200 ml Fever-Tree Mediterranean tonic
- Byggt í stóru vínglasi fyllt með klaka og hrært saman
- Skreytt með þurrkaðri Grapealdin sneið og sprota af myntu
Uppskrift af sérútbúnu grape sírópinu
- 300 ml ferskur grapesafi
- 300 ml ferskur sítrónusafi
- 10 gr grape börkur
- 450 gr hvítur sykur
Sameinið safa og sykur í potti og látið ná suðu
Þegar suðan kemur upp takið af hellunni og bætið við berkinum og látið hann marinerast á meðan lögurinn kólnar
Þegar lögurinn hefur kólnað sigtið þá síropið og setjið á flösku.
Fyrir þá sem treysta sér ekki í þetta, þá er bara að kíkja í heimsókn á Eiriksson Brasserie en drykkurinn er kominn á seðil þar. Mælum með að prófa.
Keppendur sem komust í úrslit voru:
- Grétar Matthías, Grillmarkaðnum
- Jóhann B. Jónasson, Eiríksson Brassarie
- Tiago Jorge, Sushi Social
- Daniel Kava, Sushi Social
- Austumas Maliauskas, Pablo Discobar
- Ísak Friðriksson, Bastard
- Elísa Rún Geirdal, Sæta Svínið
- Andrzej Bardzinski, Public House
- Svandís Frostadóttir, Sushi Social/Club Austur
- Emil Þór Emilsson, Sushi Social
Dómnefnd stóð saman af:
- Tómas Kristjánsson, Forseti barþjónaklúbbsins
- Tobba Marinós, Blaðamaður og sælkeri
- Einar Smárason, Fyrir hönd umboðsaðila
- Íris Ann Sigurðardóttir, Veitingamaður
Vídeó
Friðbjörn Pálsson vörumerkjastjóri Finlandia Vodka á Íslandi vill þakka öllum barþjónum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.
Með fylgja myndir sem að Ómar Vilhelmsson tók:
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt