Keppni
Úrslit í EuroSkills

Jón Þór Einarsson rafvirki, Finnur Ingi Harrýsson málmiðnaðarmaður, Þórey,Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður, Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður, Þröstur Kárason trésmiður, Haraldur Örn Arnarson prentsmiður og Ásbjörn Eðvaldsson rafeindavirki.
Facebook mynd: Skills Iceland / Verkiðn
Dagana 26. – 28. september 2018 fór fram EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi, sem lauk í gærkvöldi þar sem úrslitin voru kynnt með glæsilegri hátíð.
Frá Íslandi kepptu átta keppendur þau Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður, Sigurður Borgar Ólafsson framreiðslumaður, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir bakari, Þröstur Kárason trésmiður, Haraldur Örn Arnarson prentsmiður og Ásbjörn Eðvaldsson rafeindavirki. Jón Þór Einarsson rafvirki, Finnur Ingi Harrýsson málmiðnaðarmaður. Þau eru sveinar og nemar í sínum fögum.
Auk þeirra voru átta íslenskir dómarar með í för sem dæmdu í keppninni. Einnig var haldin ráðstefna um menntamál í iðngreinum til framtíðar í tengslum við Euroskills þar sem farið var yfir hvernig iðngreinar þróast, fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og fleira.
Verkiðn – Skills Iceland er aðili að EuroSkills og hefur verið þátttakandi á vettvangi samtakanna og systursamtakanna WorldSkills frá árinu 2007. Í ár er fjöldi þátttakenda sá mesti sem farið hefur á EuroSkills.
Matvælagreinar komust ekki á verðlaunapall, en rafeindavirkinn Ásbjörn Eðvaldsson hreppti silfurverðlaunin.
Úrslit urðu á þessa leið í matvælagreinum:
Framreiðslu:
1. sæti: Carlos Carmona – Spánn
2. sæti: Monika Pöllabauer – Austurríki
3. sæti: Anna Meletc – Rússland
Sigurður Borgar stóð sig alveg gríðarlega vel, en endaði í 15. sæti af 19 keppendum. Þó svo Ísland hafi ekki komist á pall, þá er Sigurður Borgar frábær fagmaður og landi og þjóð til mikils sóma.
Matreiðslu:
1. sæti: Viktor Thulin – Svíþjóð
2. sæti: Michael Ploner – Austurríki
3. sæti: Kaisla Heimala – Finnland
Kristinn Gísli lauk keppni í 10. sæti af 23 keppendum og það sem meira var að hann vann sér inn Medallion for Excellence sem er vitnisburður um afburðarfærni.
Bakstur:
1. sæti: Lina Andersson – Svíþjóð
2. sæti: Lasse Nørup Bentsen – Danmörk
3. sæti: Julia Rumetshofer – Austurríki
Átta keppendur voru í bakarakeppninni og Þórey Lovísa endaði í 6. sæti og var örfáum punktum frá því að vinna sér inn viðurkenninguna Medallion for Excellence.
Vídeó
Heilt yfir, þó að verðlaunagripirnir í matvælagreinum hafi ekki verið teknir heim, þá er það engum blöðum um það að flétta að framtíðin er gríðarlega björt í okkar greinum. Enda er þessi hópur af fagmönnum eitthvað sem við getum verið virkilega montin af.

-
Keppni22 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við