Markaðurinn
Uppskrift: suðrænt fiski taco með léttu hrásalati
Uppskrift fyrir 4.
Innihald
600 g Þorskhnakkar
2 tsk paprikuduft
0,5 tsk malað brodd kúmen
0,5 tsk salt
0,5 tsk malaður pipar
0,25 tsk cayenne pipar
Guacamole
2 stk avókadó
safinn af 1/2 lime
0,5 tsk salt
2 matskeiðar saxaður ferskt kóríander
Salat
300 g rauðkál
1 stykki rauðlauk
0,5 stk sítróna
0,5 tsk salt
0,5 tsk malaður pipar
Berið fram með
8 stk stórar tortillur
1 stykki avókadó
1 stykki grænt chili
1 búnt af ferskum kóríander
1 stykki sítróna
Aðferð
Blandið öllu þurrkryddinu saman í skál.
Skerið fiskinn í helming, u.þ.b. 5 cm langar ræmur. Setjið fiskinn í skálina með kryddblöndunni, þannig að allir fiskbitarnir séu þaktir kryddi.
Skerið avókadóið í tvennt, fjarlægið steininn og maukið avókadóið í skál með gaffli. Kryddið með limesafa, salti og fersku kóríander.
Skerið rauðkálið í þunnar ræmur.
Skerið rauðlaukinn í fína litla bita og blandið saman með rauðkálinu í skál. Bætið sítrónusafanum við og smakkið til með salti og pipar.
Steikið fiskinn á pönnu eða grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Hitið tortillurnar í ofni eða á pönnu.
Leggið rauðkálsalatið á tortillu kökurnar og setjið fiskinn ofan á. Berið fram með fersku lime, chili sneiðum og ferskum kóríander.
Uppskrift frá heimasíðunni hafid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður