Markaðurinn
Uppskrift: suðrænt fiski taco með léttu hrásalati
Uppskrift fyrir 4.
Innihald
600 g Þorskhnakkar
2 tsk paprikuduft
0,5 tsk malað brodd kúmen
0,5 tsk salt
0,5 tsk malaður pipar
0,25 tsk cayenne pipar
Guacamole
2 stk avókadó
safinn af 1/2 lime
0,5 tsk salt
2 matskeiðar saxaður ferskt kóríander
Salat
300 g rauðkál
1 stykki rauðlauk
0,5 stk sítróna
0,5 tsk salt
0,5 tsk malaður pipar
Berið fram með
8 stk stórar tortillur
1 stykki avókadó
1 stykki grænt chili
1 búnt af ferskum kóríander
1 stykki sítróna
Aðferð
Blandið öllu þurrkryddinu saman í skál.
Skerið fiskinn í helming, u.þ.b. 5 cm langar ræmur. Setjið fiskinn í skálina með kryddblöndunni, þannig að allir fiskbitarnir séu þaktir kryddi.
Skerið avókadóið í tvennt, fjarlægið steininn og maukið avókadóið í skál með gaffli. Kryddið með limesafa, salti og fersku kóríander.
Skerið rauðkálið í þunnar ræmur.
Skerið rauðlaukinn í fína litla bita og blandið saman með rauðkálinu í skál. Bætið sítrónusafanum við og smakkið til með salti og pipar.
Steikið fiskinn á pönnu eða grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Hitið tortillurnar í ofni eða á pönnu.
Leggið rauðkálsalatið á tortillu kökurnar og setjið fiskinn ofan á. Berið fram með fersku lime, chili sneiðum og ferskum kóríander.
Uppskrift frá heimasíðunni hafid.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit