Markaðurinn
Upprunamerking Icelandic Lamb – Samstarf við veitingahús skilar árangri
Hlutverk markaðsstofunnar Icelandic Lamb er að markaðssetja íslenskt lambakjöt til erlendra ferðamanna og á háendamörkuðum erlendis. Uppbygging og kynning á merki Icelandic Lamb hefur farið vel af stað og hefur þekking ferðamanna sem og Íslendinga á merkinu farið langt fram úr björtustu vonum. Í dag eru 180 íslenskir veitingastaðir í samstarfi við Icelandic Lamb, en tilgangur og markmið samstarfsins er að stuðla að því að íslensku lambakjöti verði skapaður frekari sess sem hágæða matvöru, með kynningu á og notkun merkis Icelandic Lamb.
Samkvæmt könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir Icelandic Lamb í nóvember síðastliðnum þekkja 38% erlendra ferðamanna merki Icelandic Lamb. 70% þeirra muna eftir því að hafa séð skjöld Icelandic Lamb á veitingastað á meðan á Íslandsdvölinni stóð og er lambakjötið einnig sú íslenska afurð sem flestir ferðamenn segjast hafa prófað í heimsókninni. Þessi viðamikla þekking vekur eftirtekt þar sem markhópurinn endurnýjar sig hratt og meðaldvöl ferðamanna á könnunartímanum er skammur. Þessi þekking ferðamanna á merkinu skapar einnig tækifæri fyrir þá veitingastaði sem nýta það og þá sameiginlegu markaðssetningu sem að baki stendur.
Það er mikilvægt að halda áfram að nýta samstarfið við veitingastaði til þess að tryggja að skilaboð Icelandic lamb skili sér til erlendra ferðamanna. Með samstarfinu styrkja veitingastaðir eigin sérstöðu, því að geta sagt sögur af hráefni og hefðum fylgir veigamikill ávinningur fyrir veitingamenn sem magna upp upplifun gesta og þar af leiðandi virði sinar þjónustu. Með því að bæta upplifum ferðamanna leggja veitingamenn sauðfjárbændum og allri virðiskeðju lambakjötsins lið enda eru þeir í lykilstöðu til þess að koma boðskap Icelandic Lamb til skila.
Kröfuharðir neytendur gera nú vaxandi kröfur til upprunamerkinga á matvæli í verslunum og á veitingastöðum. Með notkun á merki Icelandic Lamb koma veitingastaðir til móts við þann stækkandi hóp neytenda, en merki Icelandic Lamb auðkennir hágæðavörur úr íslensku lambakjöti.
Næstu skref í starfi Icelandic Lamb eru bæði þörf og mikilvæg. Með auknum innflutningi á fersku kjöti er mikilvægt að standa vörð um markaðsstöðu íslenska lambakjötsins og aukin notkun upprunamerkis er liður í þeirri vinnu. Þá er aukning á sölu á öðrum bitum en hryggjum stöðugt til skoðunar og spila veitingastaðir veigamikinn þátt í því verkefni. Með aukinni viðleitni og vöruþróun geta veitingastaðir aukið nýtingu og virði minna þekktra bita. Markaðsstofan Icelandic Lamb mun áfram styðja við nýsköpun veitingastaða við framreiðslu á íslensku lambakjöti með og tryggja að samstarfsveitingastaðir hafi einungis hágæða íslenskt lambakjöt á matseðlum sínum.
Hafliði Halldórsson
Höfundur er framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic Lamb.

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði