Björn Ágúst Hansson
UNO Cucina italiana „…við vorum virkilega ánægðir með þjónustuna og matinn“
Við áttum pantað borð klukkan 18:00 á laugardegi á veitingastaðnum UNO sem er nútímalegur Ítalskur veitingastaður á Hafnarstræti 1-3. Við komum inn á staðinn 5 mínútur í og þar var tekið á móti okkur með brosi og okkur vísað til borðs, tónlistin var lág þegar við komum inn en hækkaði þegar leið á kvöldið þegar fleira af fólki kom inn á staðinn.
Við ákváðum að leyfa kokkunum að ráða ferðinni og pöntuðum okkur drykki þar sem annar okkar var að keyra þá drakk hann bara pepsi en svo pöntuðum við drykk sem þau mældu með og það var:
Þessi drykkur var ferskur og góður hann var líka mildur og passlega mikið myntubragð, þetta var góður drykkur til að byrja kvöldið á
Brauðið kom á borðið rétt eftir að við fengum drykkina okkar. Það var með Sólþurrkuðum Tómötum, Ólivum og Parmesan, meðlætið með brauðinu var Klettasalats “Aioli”.
Virkilega gott brauð, bragðmikið og ekta Ítalskt
Góða hvítlauks og klettasalats bragðið í Aioli-inu passaði rosalega vel með brauðinu og þegar maður var búinn að borða brauðið þá angaði maður ekki af hvítlauk sem er að okkar mati góður kostur, Það eru ekki margir sem vilja fara út að borða og anga allt kvöldið af hvítlauk
Fyrstu tveir réttirnir
Það leið ekki langur tími þangað til við fengum fyrstu réttina en það komu alltaf tveir réttir saman. Fyrstu réttirnir sem við fengum voru:
Ljótu Arancini Bollurnar voru alls ekki ljótar. Arancini Bollurnar eru djúpsteiktar Risottokúlur með ljótum osti og til hliðar var chilisulta.
Þessi réttur var mjög góður bollurnar voru vel stökkar, risottoið mjög gott og passaði vel með chilisultunni.
Bruschetturnar
Við fengum þrjár tegundir af Bruschettum:
1. Kjúklingaparfait með Rauðlauks og Fíkju “compote”
2. Grænt Pestó og Parmaskinka
3. Tómat,Basil og mozzarella
Þrjár klassískar sem klikka seint, virkilega gott heimagert pestó. Brauðið var í þykkum sneiðum, vel ristað og ennþá mjúkt í miðjunni. Rauðlauks og Fíkjucompote-ið var rosalega sætt en kom ágætlega út með parfait-inu. Við vorum mjög sáttir við fyrstu tvo réttina.
Þriðji og fjórði réttur:
NautaCarpaccio með valhnetum, pikkluðum sveppum, klettasalati og parmesan
Nautið var vel kryddað, flott áferð á valhnetumaukinu og bragðmikið. Okkur fannst samt að valhneturnar hafi yfirgnæft Nautið og þegar maður var að borða þennann rétt, þá fann maður aðallega valhnetu bragð. Öll atriðin á disknum voru samt virkilega góð á bragðið.
Bríó Kræklingur. Kræklingur sem var hannaður í samstarfi við Ölstofu Kormáks og Skjaldar eldaður í Bríó bjór, chorizo, chili og hvítlauk.
Þessi réttur er æðislegur, án efa besti kræklingur sem ég hef smakkað
Áður en við fengum aðalréttina þá pöntuðum við annan kokteil:
Fallegur og rosalega góður drykkur, súr og ferskur
Fimmti og sjötti réttur:
Villisveppa risotto með hægelduðu andalæri
Andalærið var vel eldað safaríkt og fínt. Risottoið var aðeins of eldað en bragðið virkilega gott.
Humar og Risarækju Linguini
Mjög góður réttur pastað vel eldað og vel kryddað
Sjöundi til níundi réttur:
Pannacotta með perukrapi og karmellusósu
Get lítið annað sagt en að þetta var uppáhaldsdessertinn okkar
Súkkulaðikaka með heslihnetum, hvítsúkkulaðimús og hindberjaís
Rosalega góður réttur, ísinn rosalega ferkur en mætti vera aðeins meira hindberjabragð af honum
Tiramisu að hætti UNO
Maður fann bragðið af hverjum hlut fyrir sig og kaffi bragðið yfirgnæfði ekki eins og það gerir oft, við vorum rosalega sáttir við þennann
Eftir þessa eftirrétti vorum við alveg vel saddir og ánægðir.
Takk fyrir okkur.
Á heildina litið var þetta virkilega gott kvöld, við vorum virkilega ánægðir með þjónustuna, matinn og við fórum alls ekki svangir heim. Það er mjög flott líka að það er mest allt gert á staðnum, allar sósur, allt pasta og svo framvegis.
Við erum vissir um að við ætlum aftur á UNO.
Myndir og texti; Björn og Bragi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana