Nemendur & nemakeppni
Undirbúningur í fullum gangi fyrir Norrænu-nemakeppnina
Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir Norrænu nemakeppnina, en keppnin verður haldin á sýningunni Matur 2006.
Fréttamaður freisting.is hafði samband við þjálfara matreiðslunema, hana Hrefnu Rósu Jóhannsdóttur Sætran og spurði hvernig gengi með undirbúning og hvaða daga keppnin fer fram á sýningunni:
„Keppnin sjálf fer fram dagana 31, 1 og 2 mars/apríl. Á föstudeginum er fyrri verklega keppnin og er það hin rómaða „Mistery basket“ sem er málið þá. Þá fá keppendur að sjá hráefnið og fá svo 45 mín til að ákveða hvað á að elda, hvaða vín skuli bera fram með matnum og hvernig maturinn skal vera fram settur. Laugardagurinn byrjar svo eld-snemma á bóklegu prófi og verður svo farið beint í síðari verklegu keppnina sem er eins konar „Mistery basket“ þó með nokkrum skilmálum (t.d. innbakaður lax, súpa, crem caramelle). Svo á sunnudeginum verður farið í Bláa lónið, ísland tekur á móti gullinu, slett úr klaufunum og allir á Góldarann“
, segir Hrefna og hlær.
Hvernig hafa æfingarnar farið fram?
„Fyrirkomulagið hjá okkur hefur verið þannig að við höfum haft sameiginlegar æfingar upp í Hótel og Matvælaskólanum á þriðjudögum þar sem við höfum fengið góða gesti til okkar, til að mynda Lárus Gunnar Jónasson, Alfreð Ómar Alfreðson, Gissur Guðmundsson, Bjarka Hilmarsson ofl. góða gesti. Þá höfum við Gunnar Karl alltaf snætt matinn með gestunum og verð ég bara að segja að mér líður eins og stoltri mömmu í hvert sinn sem við borðum því framfarirnar eru svo miklar. Strákarnir eru búnir að vera mjög duglegir að setja saman vinnubók sem mun gagnast þeim mikið í sjálfri keppninni.
Framreiðslunemarnir eru líka búnir að standa sig vel og eru að leggja mikla áherslu á samhæfingu þessa dagana. Í kvöld [.21 mars 2006.] er eiginlega lokaæfingin okkar og svo er það bara að fínpússa fram að keppninni. Við höfum líka alltaf tekið sunnudagana í æfingar á einstaka hlutum, þ.e.a.s. á kartöflum, kartöflumús, eftirréttum, sósum ofl.“
, segir Hrefna að lokum.
Þess ber að geta að Hrefna stendur nú ekki ein í þjálfun matreiðslunemanna, heldur hefur hún sér til halds og traust stórmeistarana Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður á veitingastaðnum B5 og Björn Braga, matreiðslumaður á Perlunni, en Björn hefur hreppt tvisvar gullið við þjálfun Íslenska liðsins hjá matreiðslunema í Norrænu nemakeppninnar og kollegar hans hafa nú sagt í gríni að hann sé komin með viðurnefnið „Gullþjálfarinn“.
Keppendur:
Framreiðslunemar
- Valdimar Einar Valdimarsson, framreiðslunemi vox
- Steinunn Björg Gunnarsdóttir, framreiðslunemi vox
Matreiðslunemar
- Rúnar Rúnarsson, matreiðslunemi Grandhótel
- Pétur Örn Pétursson, Sjávarkjallarinn
Þjálfarar:
Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, matreiðslumaður Sjávarkjallarinn Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður B5 og svo sér hann Björn Bragi, matreiðslumaður á Perlunni um bóklega þáttinn.
Elisabeth Alba Valdimarsdóttir er þjálfari framreiðslunema.
Freisting.is óskar keppendum og þjálfurunum, góðri velgengni í keppninni.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or8 klukkustundir síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or11 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or16 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Keppni1 dagur síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla