Vertu memm

Bocuse d´Or

Undankeppni Bocuse d’Or haldin á Ítalíu á næsta ári | Verður keppnin haldin á Íslandi árið 2020?

Birting:

þann

Bocuse d’Or Europe 2020Undankeppni Bocuse d’Or verður haldin á Ítalíu í bænum Turin, dagana 11. og 12. júní 2018, samhliða matarsýningunni Gourmet Expoforum.

Búið er að opna fyrir skráningu fyrir þá sem áhuga hafa að halda undankeppni Bocuse d’Or árið 2020 í sínu landi og eru eftirfarandi þjóðir búnar að sýna áhuga:

  • Króatía
  • Eistland
  • Finnland
  • Pólland

Á verðlaunafhendingunni 22. júní 2018 verður tilkynnt hvaða land verður valið til að halda keppnina árið 2020.

Eins og kunnugt er þá lenti Ísland í þriðja sætið af tuttugu og fjórum þjóðum í Bocuse d´Or sem haldin var í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar s.l.  Það var Viktor Örn Andrésson sem keppti fyrir Íslands hönd.  Íslenska Bocuse d´Or Akademían hefur ekki gefið út hver verður næsti kandídat okkar Íslendinga.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið