Bocuse d´Or
Undankeppni Bocuse d’Or haldin á Ítalíu á næsta ári | Verður keppnin haldin á Íslandi árið 2020?
Undankeppni Bocuse d’Or verður haldin á Ítalíu í bænum Turin, dagana 11. og 12. júní 2018, samhliða matarsýningunni Gourmet Expoforum.
Búið er að opna fyrir skráningu fyrir þá sem áhuga hafa að halda undankeppni Bocuse d’Or árið 2020 í sínu landi og eru eftirfarandi þjóðir búnar að sýna áhuga:
- Króatía
- Eistland
- Finnland
- Pólland
Á verðlaunafhendingunni 22. júní 2018 verður tilkynnt hvaða land verður valið til að halda keppnina árið 2020.
Eins og kunnugt er þá lenti Ísland í þriðja sætið af tuttugu og fjórum þjóðum í Bocuse d´Or sem haldin var í Lyon í Frakklandi 24.-25. janúar s.l. Það var Viktor Örn Andrésson sem keppti fyrir Íslands hönd. Íslenska Bocuse d´Or Akademían hefur ekki gefið út hver verður næsti kandídat okkar Íslendinga.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn





