Keppni
Umsókn um þátttöku á Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema
Íslandsmótið fer fram þriðjudaginn 1. nóvember nk. og hefst kl. 14:00.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir úr Íslandsmótinu í hvorri grein munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Osló í apríl 2023. Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2023 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2023.
Keppnin í matreiðslu skiptist í:
- þekking á hráefni og skriflegt próf úr þeim hluta
- verklegum hluta þar sem þátttakendur matreiða forrétt og eftirrétt
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf
- blöndun tveggja drykkja
- kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum – fjórir réttir fyrir tvo gesti
- eldsteiking
- fjögur sérvettubrot
Ekki er ætlast til að að keppendur hafi aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefnisins.
Fylltu út formið á vefnum Idan.is til að sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 21. október 2022.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík