Keppni
Umsókn um þátttöku á Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema
Íslandsmótið fer fram þriðjudaginn 1. nóvember nk. og hefst kl. 14:00.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir úr Íslandsmótinu í hvorri grein munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Osló í apríl 2023. Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2023 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2023.
Keppnin í matreiðslu skiptist í:
- þekking á hráefni og skriflegt próf úr þeim hluta
- verklegum hluta þar sem þátttakendur matreiða forrétt og eftirrétt
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
- skriflegt próf
- blöndun tveggja drykkja
- kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum – fjórir réttir fyrir tvo gesti
- eldsteiking
- fjögur sérvettubrot
Ekki er ætlast til að að keppendur hafi aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefnisins.
Fylltu út formið á vefnum Idan.is til að sækja um þátttöku. Umsóknarfrestur er til 21. október 2022.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum