Frétt
Umdeildur villibráðaréttur hjá Noma
Síðan um miðjan október hefur René Redzepi eigandi Noma boðið upp á villibráð. René býður upp á frumlega villibráðarétti og er einn réttur sem hefur verið skrifað talsvert um á samfélagsmiðlum, en það er andaheili.
Fólk skiptist í tvo hópa um álit á réttinum, annaðhvort stórhneykslað eða halda varla vatni yfir andaheilanum.
Andaheilinn er soðinn í smjöri og kryddi og borinn fram í andahöfðinu.
Að auki á matseðlinum er hreindýratunga, elg lærvöðvi, andaleggir, villt ber, hnetur, sveppi og margt fleira.
Það gæti verið að brasilíski kokkurinn Alex Atala hafi veitt René innblástur við gerð á villibráðamatseðlinum á Noma, en Alex afhausaði kjúkling á MAD matreiðsluráðstefnunni í Kaupmannahöfn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi:
Þessi margrétta villibráðamatseðill á Noma stendur yfir frá 15. október til 21. desember 2019 og kostar rúmlega 45 þúsund á manninn.
Myndir: Instagram / René Redzepi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum