Greinasafn
Um sögu súkkulaði
Um aldir hefur súkkulaði verið afar vinsælt meðal fólks um víða veröld og er litið á það sem nánast sjálfsagðan hlut í daglegu lífi fólks. En er súkkulaðið ekki bara tiltölulega nýlegur hluti af daglegu lífi nútímamannsins?
Saga súkkulaðis hefst um 200 e. Kr. hjá Aztekum og Maya indíanum í Suður-Ameríku. Þeir tignuðu kakóbaunina og álitu hana vera guðafæðu. Mayar töldu jafnvel að ef þeir drykkju óþynntan, ósættan drykk úr gerjuðum kakóbaununum myndu þeir öðlast visku, skilning og orku. Eingöngu hin ráðandi stétt og prestastéttin máttu neyta súkkulaðisins, enda var það talið heilagt.
Árið 1492 fékk Kólumbus að smakka súkkulaði og tók nokkrar kakóbaunir með sér heim til Spánar en hafði ekki hugmynd um hvernig skyldi fara með þær. Næstum því tuttugu árum síðar fór samlandi hans, landkönnuðurinn Hernando Cortez, til Suður-Ameríku og smakkaði súkkulaðidrykk Aztekanna. Hann flutti einnig baunir með sér heim og í þetta skiptið gátu Spánverjar notið súkkulaðis, lengi vel einir Evrópuþjóða. Á Spáni sættu menn reyndar súkkulaðidrykkinn sem Cortez hafði fengið hjá Aztekunum með hunangi og sykri því hann var heldur beiskur fyrir þeirra smekk. Einnig komust Cortez og félagar að því að súkkulaðidrykkurinn væri líklega bragðbetri heitur en kaldur og síðan hefur heitt súkkulaði átt vísan stað í hjörtum fólks. Spánverjar varðveittu súkkulaðileyndarmálið í heila öld áður en nágrannar þeirra fengu að njóta þess.
Spænsk prinsessa giftist Loðvíki XIII Frakkakonungi árið 1615 og þannig komst leyndarmálið upp. Brátt breiddist súkkulaðineyslan út um England, Austurríki, Ítalíu, Þýskaland og Sviss. Það var sænski grasafræðingurinn Carl Von Linné sem gaf kakótrénu hið afskaplega viðeigandi nafn Theobroma Cacao, guðafæða, árið 1753.
Á Englandi um miðja 17. öld voru stofnaðar súkkulaðibúðir og í byrjun 18. aldar voru þær jafn algengar og kaffihús. Enn var súkkulaðið þó munaðarvara og ekki á allra færi að kaupa það. Á þeim tíma var súkkulaðið alfarið handunnið en á 18. öld var kakóbaunamölunin vélvædd með gufuvélum og við það lækkaði verðið talsvert. Enn meira lækkaði það þó um miðja 19. öld þegar kakópressan var fundin upp. Ekki aðeins lækkaði verðið með tilkomu kakópressunnar heldur jukust einnig gæði súkkulaðisins. Kakópressan pressaði nefnilega hluta kakósmjörsins úr bauninni og gaf súkkulaðidrykknum þannig mýkri áferð. Árið 1876 fann Svisslendingurinn Daniel Peter upp mjólkursúkkulaðið með því að blanda mjólk saman við súkkulaði í stað vatns. Verður það að teljast straumhvörf í sögu súkkulaðisins.
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið21 klukkustund síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu





