Vertu memm

Freisting

Um 30 þúsund rjúpur hafa verið skotnar í ár

Birting:

þann

Á heimasíðu Skotveiðifélagi Íslands er hægt að fræðast um skoðanakönnun meðal 100 félagsmanna sinna um rjúpnaveiði þeirra haustið 2006  omfl.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að meðalveiði á hvern veiðimann var 5.35 fuglar. Í fyrra voru það 10.41 fuglar. 40% aðspurðra gengu ekki til rjúpna nú í haust. Haustið 2005 voru það 33%. Meðalveiði á hvern veiðimann sem fór til veiða var því 8.9 rjúpur nú í haust. Í fyrra var það 15.31 rjúpur.

Fjöldi þeirra veiðimanna sem fóru til veiða nú í haust en fengu ekki fugl var 23%. Meðalfjöldi veiðidaga var 2.9 dagar. Árið 2005 voru það 3.97 dagar.
Fjöldi þeirra veiðimanna sem veiddu 30 rjúpur og fleiri var 2%. Fjöldi þeirra veiðimanna sem veiddu 20 rjúpur og fleiri var 7%. Fjöldi þeirra veiðimanna sem veiddu 10 rjúpur og fleiri var 9%. Fjöldi þeirra sem veiddu 5 rjúpur og fleiri var 5%.

Niðurstöður
Niðurstöður þessarar könnunar eru athyglisverðar. Í ár voru veiðidagar 26 en 2005 voru þeir 45. Veður til rjúpnaveiða var afar óhagstætt nú í haust. Telja má að aðeins hafi verið hægt að stunda rjúpnaveiðar í 16 daga vegna veðurs. Miklir umhleypingar voru og rjúpan því dreifð og stofninn lítill. Leiða má líkum að kuldahret í maímánuði hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir rjúpnastofninn. Rjúpnaveiði var léleg alls staðar á landinu, nema þá helst á Austfjörðum.

Athyglisvert er að 40% veiðimanna gengu ekki til rjúpna og 23% þeirra veiðimanna sem gengu til rjúpna veiddu ekki fugl. Meðalveiði þeirra veiðimanna sem veddu rjúpu er hins vegar um 14.5 fuglar; 7% veiðimanna veiða 20 rjúpur og fleiri og 9% veiðimanna 10 rjúpur og fleiri. Nokkur hluti þeirra veiðimanna sem veiddu rjúpur nú í haust veiddi sæmilega og mætti freistast til að halda að það séu helst reyndir rjúpnaveiðimenn.

Rjúpa í frysti
Í könnuninni í ár voru félagsmenn spurðir hvort þeir ættu rjúpur frá s.l. hausti. Í ljós kom að óvenju margir áttu rjúpur frá því í fyrra. Að meðaltali átti hver félagsmaður 2.3 rjúpur. Sá sem flestar rjúpur átti 30 fugla.

Eins og Skotveiðifélag Íslands hefur bent á, óttuðust margir veiðimenn í fyrra að rjúpnaveiðar yrðu ekki heimilaðar aftur. Margir lögðu því áherslu á að eiga varabirgðir. Með því að leyfa veiðar nú í haust má því segja að stjórnvöld hafi unnið aftur traust veiðimanna, þannig að líkur eru á að veiðimenn kappkosti ekki að eiga varabirgðir til komandi ára.

Veiðimenn ánægðir
S.l. haust var ljóst að draga yrði verulega úr veiðum frá fyrra ári þar sem rjúpnastofninn var minni en búist var við. Á borðinu voru 2 hugmyndir um skipulag veiðanna; annars vegar að leyfa veiði aðeins í skamman tíma, – mögulega aðeins í 2 vikur; hins vegar að leyfa veiðar í lengri tíma en aðeins nokkra daga í hverri viku. Skotveiðifélag Íslands lagði mikla áherslu á að seinni leiðin yrði valin. Umhverfisráðherra varð við tilmælum félagsins og sem kunnugt er heimilaði Umhverfisráðherra veiðar í 6 vikur og aðeins 4 daga í viku. Skotveiðifélagið var sátt við þetta fyrirkomulag. Til að kanna hug félagsmanna okkar var spurt hvort þeir væru sáttir við núverandi skipulag rjúpnaveiða þ.e.a.s. að veiðar væru leyfðar í 6 vikur og leyft að veiða 4 daga í viku.

Félagsmenn virtust vera sammála stjórn félagsins því 77% aðspurðra voru ánægðir með þetta fyrirkomulag en 23% óánægðir.

Rjúpnaveiðin 2006
Ljóst má vera að rjúpnaveiðin í ár hefur verið afar lítil. Ýmsar ástæður eru fyrir því eins og áður hefur komið fram. Stofninn er lítill, veðrið var óghagstætt til veiða, veiðidagar fáir. Þá hafa rjúpnaveiðimenn tekið tilmælum Skotveiðifélagsins vel; að veiða í hófi, eða aðeins fyrir sig og fjölskyldu sína.

Skv. þessari könnun ætti rjúpnaveiðin í ár að hafa verið um 27.000 rjúpur. Sú tala er þó tæpast raunhæf þar sem svokallaðir magnveiðimenn eru almennt ekki félagsmenn í Skotveiðifélagi Íslands. Þá má telja víst að félagmenn Skotveiðifélagsins gæti frekar hófs við veiðarnar en aðrir veiðimenn. Líkur eru því á að veiðin í ár gæti verið á millli 30.000 ? 37.000 fuglar.

Það var Sigmar B Hauksson formaður Skotvis sem tók saman þennann pistil.

Heimasíða Skotveiðifélags Íslands

[email protected]

 

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið