Markaðurinn
Tvöföld jólagleði Tuborg með J-deginum
J-dagurinn svo kallaði, sem haldinn verður hátíðlegur á föstudag, markar sem fyrr upphaf sölu á Tuborg jólabjórnum með formlegum hætti á öldurhúsum og veitingastöðum landsins, en jólabjór Tuborg er langlanglangvinsælasti jólabjór landsins.
Í ár fellur jólasnjórinn hins vegar tvöfalt, því auk hins sívinsæla og klassíska jólabjórs, bætist nú við nýr jólabjór, Tuborg Lille jul.
„Samstarf Ölgerðarinnar við Carlsberg, sem meðal annars á Tuborg vörumerkið, er langt og farsælt og saga bjóra þeirra samofin íslenskri bjórmenningu. Eins og þjóðin þekkir hafa bjórarnir Tuborg og Carlsberg, sem eru bruggaðir hérlendis, verið meðal vinsælustu erlendu bjórvörumerkja hér á landi áratugum saman.
Carlsberg hefur undanfarin ár fylgst vel með þeim góða árangri sem við höfum verið að ná á bjórmarkaði og sérstaklega veitt vöruþróun okkar athygli. Því var ákveðið að taka sambandið á næsta stig í ár,“
segir Helga Kristín Gunnlaugsdóttir, vörumerkjastjóri Tuborg.
Í kjölfar þess að Ölgerðin fékk sérstaka gæðaviðurkenningu og var valin „besti samstarfsbruggari“ (best in brew) af Carlsberg Group fyrr á árinu, var ákveðið að fara í nýsköpunarverkefni undir Tuborg vörumerkinu og varð niðurstaðan nýr jólabjór; Tuborg Lille Jul.
Bjórinn er ákveðin framlenging af Tuborg Julebryg nema hvað hann er lægri í áfengismagni, glúten frír og verður fáanlegur í afar takmörkuðu upplagi.
„Einn grunnþáttur í starfsemi Ölgerðarinnar er nýsköpun og vörurþróun og Tuborg Lille Jul er hluti af þeirri stoð, enda hefur Ölgerðin lengi verið í fararbroddi þegar kemur að fjölbreyttu vöruúrvali og nýjungum sem endurspeglar styrk fyrirtækisins á íslenskum drykkjarmarkaði.
Það er ótrúlegur heiður fyrir okkur að vera treyst fyrir verkefni sem þessu,“
segir Helga Kristín.
Reiknað er með að þessi skemmtilega nýjung hverfi hratt úr hillum vínbúða og börum landsins þar sem um mjög takmarkaða framleiðslu er að ræða segir Helga Kristín.
-
Bocuse d´Or15 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni20 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin







