Food & fun
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
Í Stavanger í Noregi verður boðið upp á einstaka matarupplifun þar sem erlendir gestakokkarnir koma víðs vegar að úr heiminum bjóða upp á glæsilega matseðla á fjölmörgum veitingahúsum borgarinnar.
Hátíðin er í tengslum við Food & Fun og fer fram dagana 19. og 21. febrúar 2025 og er þetta í annað sinn sem hátíðin er haldin í Stavanger.
Stavanger er þekkt sem alþjóðleg borg og einnig mikil matarborg með gífurlega góð gæði.
Allir veitingastaðirnir sem taka þátt leggja áherslu á staðbundin hráefni en 13 veitingastaðir taka þátt í hátíðinni.
Alls eru 13 gestakokkar sem verða á hátíðinni og af þeim eru tveir íslenskir matreiðslumenn, en það eru þeir Kristinn Gísli Jónsson og Þráinn Freyr Vigfússon. Þeir verða gestakokkar á veitingastöðunum ilo og Seid dagana 19. og 20. febrúar, en rekstraraðilar veitingastaðanna eru íslensku veitingahjónin Sigurður Rúnar Ragnarsson matreiðslumaður og Guðrún Hildur Eyjólfsdóttir framreiðslumaður.
Kristinn Gísli Jónsson
Kristinn hefur til að mynda starfað á Michelin veitingastaðnum Speilsalen í Þrándheimi, en hann hefur náð langt í hinum ýmsu keppnum. Kristinn hreppti silfur í Norrænu nemakeppninni árið 2017 sem haldin var í Helsinki í Finnlandi. Kristinn lenti í 10. sæti af 23 keppendum í EuroSkills – evrópukeppni iðn- og verkgreina í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018.
Hinrik Lárusson og Kristinn Gísli Jónsson sigruðu í alþjóðlegri matreiðslukeppni í Grikklandi árið 2019 og Kristinn var meðlimur íslenska Kokkalandsliðsins þegar liðið hreppti 3. sæti á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu sem haldið var í Stuttgart í Þýskalandi árið 2020.
Kristinn náði 2. sætið í Kokkur ársins í fyrra.
Þráinn Freyr Vigfússon
Þráinn hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum á Íslandi og erlendis. Hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017 en hann er þekktur fyrir að blanda saman skandinavísku og miðausturlensku bragði á einstakan hátt.
Þráinn hefur verið valinn kokkur ársins hérlendis, keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or og verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.
Veitingastaðirnir sem taka þátt í Food & Fun í Stavanger eru:
ilo Café & Restaurant ( Kristinn Gísli Jónsson )
Seid (Þráinn Freyr Vigfússon)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025








