Vertu memm

Frétt

Tveir háklassa veitingastaðir í London fá falleinkunn frá eftirlitsmönnum Matvælastofnunar

Birting:

þann

Tveir veitingastaðir í London fá falleinkunn frá eftirlitsmönnum Matvælastofnunar - OWO í London

Gamla stríðsskrifstofa Bretlands (OWO: Old War Office)

Tveir þekktir veitingastaðir hafa hlotið einn af hverjum fimm möguleikum fyrir hollustuhætti matvæla eftir að eftirlitsmenn komust að því að „mikilvægar endurbætur“ væru nauðsynlegar.

Þessir tveir veitingastaðir eru Café Lapérouse og Paper Moon, staðsettir í gömlu stríðsskrifstofu-byggingu Bretlands OWO í London.

Það var matargagnrýnandinn Jay Rayner sem vakti athygli á þessu með því að birta myndir af einkunn Matvælastofnunar í London.

Bæði Café Lapérouse og Paper Moon segja í tilkynningu að allar nauðsynlegar umbætur hafa verið framkvæmdar í kjölfar skoðana.

Að sögn Matvælastofnunar (FSA) var lága einkunnin aðallega vegna stjórnun matvælaöryggis veitingastaðarins, þ.e. meðhöndlun matvæla og hreinlæti þar sem umbætur væru nauðsynlegar.

Báðir veitingastaðirnir sögðust vera í stöðugu samskiptum við Matvælastofnunina og eiga von á annarri skoðun fyrir jól.

OWO mathöllin opnaði í september sl. og hýsir fjóra veitingastaði og þrjá bari og starfa allir staðirnir sjálfstætt, þar á meðal Café Lapérouse og Paper Moon.

Raffles hótelið er staðsett OWO byggingunni og rekur fimm veitingastaði til viðbótar, þar af þrjá með matreiðslumeistaranum Mauro Colagreco, auk Drawing Room og Pillar Kitchen.

Matvælastofnunin hefur tilkynnt rekstraraðilum Raffles að fimm veitingastaðir þeirra hafi nýlega verið skoðaðir af FSA og fengið heildareinkunnina fjóra af fimm möguleikum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jay Rayner (@jayrayner1)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jay Rayner (@jayrayner1)

Mynd: theowo.london

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið