Freisting
Tumi og Carlos sigurvegarar í Íslandsmóti kaffidrykkja
Íslandsmót í kaffi í góðum vínanda 2010 og mótið um Besta Kahlua/Kaffi drykkinn 2010 voru haldin um síðustu helgi í Hugmyndahúsi Háskólanna.
Kaffi í góðum Vín-anda 2010
Er haldin í fjórða sinn hér á landi og fer Íslandsmeistarinn til London í sumar og keppir á heimsmeistaramótinu sem nefnist, Coffee in good Spirit 2010.
Keppnin gengur útá að útbúnir eru 2 hefðbundnir Irish Coffee drykkir og 2 skemmtilegir áfengir kaffidrykkir fyrir 2 útlits og tæknidómara og 2 bragðdómara. Má nota hvaða áfengi sem er, þó svo að ætlast sé til þess að írst wiský sé notað í Irish Coffee drykkina. Þessi keppni var upprunalega búin til til þess að bjarga Irish Coffee drykknum frá glötun.
Carlos Ferrer kom sá og sigraði í keppninni í ár, en þetta var í fyrsta sinn sem hann keppir í þessari keppni.
Besti Kahlua/Kaffidrykkur ársins 2010
Þetta er í annað sinn sem Mekka og Kaffibarþjónafélag Íslands standa að þessari keppni. Þessi keppni gengur útá að útbúnir eru 2 eintök af sama drykk og lagt fyrir 2 útlitsdómara og 2 bragðdómara. Kahlua og kaffi eru einu hráefnin sem eru skylda, annað eru undir hverjum og einum keppanda komið.
Í ár var það Tumi Ferrer sem vann keppnina.
Myndir frá keppnini er hægt að skoða á vef Þorgeirs hér: www.thorgeir.com/Kahluakaffi
Mynd: Þorgeir | /Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?