Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Tryggvi Þór og Tumi Ferrer sigruðu Íslandsmót kaffibarþjóna

Birting:

þann

Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur 2016

Sigurvegararnir Tumi Ferrer og Tryggvi Þór Skarphéðinsson

Nú um helgina fór fram tvö Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur.  Fjölmennt var í Ráðhúsinu og höfðu áhorfendur mikla ánægju að fylgjast með kaffibarþjónunum gera drykki og útskýra hvernig þeir unnu með hráefnið sitt.

Gestum var boðið upp á kaffi frá öllum keppendum á sérstakri bruggstöð og gafst þannig tækifæri til að smakka sama kaffið og dómararnir þurftu að meta og gefa stig fyrir.

Sjá einnig: Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur

Íslandsmót kaffibarþjóna er haldið í fyrsta skipti síðan 2013 sem mót af þessu tagi var haldið á Íslandi.

Íslandsmót Kaffibarþjóna

Fimm keppendur kepptu á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en þar voru lagaðir drykkir sem voru með espresso í grunninn.  Í úrslitum kepptu:

  • Aldís Anna Jónsdóttir
  • Guðjón Andri Rabbevåg
  • Vala Stefánsdóttir
  • Laimonas Domas Baranauskas
  • Tryggvi Þór Skarphéðinsson

Úrslit urðu:

1. sæti Tryggvi Þór Skarphéðinsson
2. sæti Vala Stefánsdóttir
3. sæti Laimonas Domas Baranauskas

Íslandsmót í kaffigerð

Sex kaffibarþjónar kepptu á Íslandsmóti í kaffigerð en þar löguðu keppendur kaffi „upp á gamla mátann“, eða nær allar aðferðir aðrar en espresso.  Á Íslandsmóti í kaffigerð var haldin aðeins ein umferð og kepptu 6 kaffibarþjónar, en þeir voru:

  • Steinarr Ólafsson
  • Juan Camilo Roman Estrada
  • Gunnar Helgi Guðjónsson
  • Jónas Marteinsson
  • Tumi Ferrer
  • Þorbjörg Gísladóttir

Úrslit urðu:

1. sæti Tumi Ferrer
2. sæti Gunnar Helgi Guðjónsson
3. sæti Jónas Marteinsson

Aðstandendur mótsins vilja þakka eftirfarandi styrktaraðilum fyrir aðstoðina, en án þeirra hefði þetta ekki orðið að veruleika.

MS
Te & Kaffi
Icelandair Hotels
Nýja Kaffibrennslan
Kaffitár
Kaffislippur
Exton
Svansprent
Höfuðborgarstofa
Reykjavík Roasters
Kruðerí Kaffitárs
Carlsberg

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Tryggva Þór keppa í kaffigerð ásamt viðtal við hann eftir keppnina:

Á næstu dögum munu upptökur af keppnusrútínum beggja keppna rata á netið.  Nú þegar eru nokkrar upptökur komnar og hægt að nálgast þær með því að smella hér.

Fleiri myndir er hægt að skoða á Instagram sem merktar eru #veitingageirinn og einnig með #isbc2016.

Myndir af Instagram síðum:

Kaffislippur

Tumi Ferrer

Auglýsingapláss

Reykjavík Roasters

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið