Vertu memm

Freisting

Troskvöld Lions á Skagaströnd

Birting:

þann

Troskvöld Lions á Skagaströnd

Um helgina stóð Lionsklúbbur Skagastrandar fyrir Troskvöldi í Fellsborg. Fram voru bornir 10 sjávarréttir m.a. kúlaður vestfirskur steinbítur, skötustappa í fiðringi og siginn norskur þorskur.

Eldamennska og framreiðsla var öll unnin af klúbbfélögum. Yfirkokkar voru Gunnar Reynisson og Sigurbjörn Björgvinsson. Klúbburinn nýtur þess oft að innan vébanda hans eru frábærir matreiðslumenn.

Fjölmargir gestir voru mættir á Troskvöldið m.a frá Lionsklúbbi Blönduóss. Auk glæsilegs veisluborðs var boðið upp á tónlist og gamanmál. Sr. Gísli Gunnarsson frá Glaumbæ í Skagafirði flutti ræðu kvöldsins. Þótti Troskvöldið takast mjög vel. Er ljóst að þessi viðburður er að festast í sessi í menningarlífi Skagstrendinga.

Lionsklúbbur Skagastrandar var stofnaður árið 2004. Hefur klúbburinn þegar beitt sér fyrir mörgum góðum málum. Eitt af stærstu verkefnum klúbbsins í dag er að koma upp útsýnisskífu á Höfðanum.

Formaður Lionsklúbbs Skagastrandar er Guðmundur Finnbogason.

 

Greint frá á Húnvetningavefnum
Mynd: Húnvetningavefur

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið