Viðtöl, örfréttir & frumraun
TOYP – Framúrskarandi ungir Íslendingar
Verðlaunaafhending fór fram á vegum JCI á Íslandi þann 5. nóvember sl. en þar veitti Forseti Íslands, Herra Ólafur Ragnar Grímsson þremur framúrskarandi ungum Íslendingum viðurkenningu fyrir störf sín. Það voru þeir Völundur Snær Völundarson (betur þekktur sem Völli Snær), matreiðslumaður, Páll Óskar Hjálmtýsson og Guðjón Már Guðjónsson. Afhendingin fór fram í Hugmyndahúsi Háskólanna.
Völli Snær býr eins og flestir vita á Bahamaeyjum þar sem hann rekur veitingastað. Hann hefur gefið út bækur sem fengið hafa alþjóðleg verðlaun og er nú að gera sjónvarpsþætti undir stjórn Dominic Cyriax sem hefur m.a. framleitt þættina Nigella bites. Völli er einnig að vinna að nýrri bók um íslenskan fisk. Frekari upplýsingar er að finna á www.deliciousiceland.com
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar“ eru veitt árlega af JCI Íslandi og eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks á aldrinum 18 til 40 ára sem hefur fengist við krefjandi verkefni. Lögð er áhersla á að verðlauna unga einstaklinga sem hafa gefið af sér til samfélagsins og eru góðar fyrirmyndir ungs fólks. Um er að ræða alþjóðlega viðurkenningu sem að JCI stendur fyrir um allan heim til að vekja athygli á því sem er vel gert og einnig til að hvetja annað ungt fólk til dáða.
Aðildarlönd JCI senda inn umsóknir og yfirlit um sitt fólk til heimsstjórnar JCI sem að skipar sérstaka dómnefnd og fer yfir allar umsóknirnar og velur síðan tíu af heim sem heiðraðir eru á heimsþingi JCI ár hvert.
Áður hefur verið tilkynnt að Guðjón Már Guðjónsson hafi verið valinn í hóp tíu merkustu ungra frumkvöðla sem staðið hafa upp úr á heimsvísu (Ten outstanding young persons) og mun hann taka við verðlaunum á heimsþingi JCI sem fram fer í Túnis um miðjan nóvember. Viðurkenning Guðjóns er mikil þar sem um stóran hóp var að ræða um allan heim, mörgum stórmennum hefur hlotnast þessi heiður og er þar hægt að nefna Elvis Presley, Howard Hughes og John F Kennedy.
Forseti Íslands er verndari verkefnisins.
Ísland hefur verið þátttakandi í þessu verkefni óslitið síðan 2002 en hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá sem hafa verið útnefndir:
Árið 2008
Örn Elías Guðmundsson; Mugison tónlistarmaður, fyrir störf /afrek á sviði menningar.
Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, fyrir einstaklingssigra og/eða afrek.
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanisti fyrir störf /afrek á sviði menningar.
Árið 2007
Sólveig Arnarsdóttir, leikkona fyrir framúrskarandi störf á sviði menningar og lista.
Garðar Thor Cortez, Tenór fyrir framúrskarandi störf á sviði menningar og lista.
Bjarni Ármannsson, Fyrir framúrskarandi störf á svið viðskipta.
Birkir Rúnar Gunnarsson, fyrir einstaklingssigra og afrek.
Árið 2006:
Björgólfur Thor Björgólfsson, viðskiptamaður fyrir framúrskarandi árangur í viðskiptum fyrir störf á sviði viðskipta / frumkvöðla.
Einar Bárðarson frumkvöðull hjá Concert inc. fyrir störf/afrek á sviði menningar.
Veigar Margeirssson hljómlistamaður og tónskáld fyrir störf / afrek á sviði menningar.
Ragnhildur Káradóttir, doktor í taugavísindum, fyrir störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði sem gætu hjálpað verulega til við að skilja betur taugasjúkdómana MS, heilalömun, mænuskaða og heilablóðfall.
Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og frumkvöðull fyrir störf/ afrek á sviði viðskipta /frumkvöðla.
Rósa Gunnarsdóttir, doktor í nýsköpunarkennslufræðum fyrir störf /framlag til barna vegna frumkvöðlastars og nýsköpunar barna.
Árið 2005:
Gísli Örn Garðarsson fyrir störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og / eða hagfræði.
Emilíana Torrini fyrir störf / afrek á sviði menningar.
Andri Snær Magnason fyrir framlag til barna, heimsfriðiar og / eða mannréttinda.
Stefán Ingi Ganagane Stefánsson fyrir störf á sviði mannúðar eða sjálfboðamála.
Eiður Smári Guðjohnsen fyrir einstaklingssigra og / eða afrek.
Árið 2004
Gísli Örn Garðarsson
Ásdís Halla Bragadóttir
Andri Snær Magnason og
Sigurrós Davíðsdóttir.
Árið 2003
Aðalheiður Birgisdóttir eigandi og aðal hönnuður Nikita clothing;
Stefán Karl Stefánsson stjórnarformaður Regnbogabarna og
Kristín Rós Hákonardóttir íþróttakona.
Árið 2002
Magnús Scheving framkvæmdastjóri Latabæjar;
Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona;
Marsibil Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri Götusmiðjunnar og
Haraldur Örn Ólafsson afreksmaður.
Íslendingur meðal TOYP verðlaunahafa JCI 2003
Árið 2003 var Kristín Rós Hákonardóttir valin í hóp 10 einstaklinga til að hljóta TOYP verðlaunin frá heimstjórn JCI. Kristín Rós tók á móti verðlaunum ásamt níu öðrum framúrskarandi einstaklingum hvaðanæva að úr heiminum við virðulega athöfn á heimsþingi JCI í Kaupmannahöfn.
Verðlaunin eru veitt af JCI í tíu flokkum sem eru:
1. Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði.
2. Störf á sviði stjórnmála, ríkismála eða lögfræði.
3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála.
4. Störf /afrek á sviði menningar.
5. Störf á sviði siðferðis og/eða umhverfismála.
6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.
7. Störf á sviði mannúðar eða sjálfboðaliðamála.
8. Störf á sviði tækni og vísinda.
9. Einstaklingssigrar og/eða afrek.
10. Störf /uppgötvanir á sviði læknisfræði.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð