Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Tóti á Orange tekur við rekstri veitingastaðarins á 1919

Birting:

þann

Þórarinn Eggertsson eða Tóti eins og hann er kallaður og kenndur við Orange, tók við rekstri veitingastaðairns á 1919 nú um síðustu helgi.  Í dag heitir veitingastaðurinn Gullfoss frá fyrrum rekstraaðilum þeim Jóni Páli og Einari Gústavs. matreiðslumanni og ætlar Tóti sér að keyra þann stað óbreyttann í tæpa 2 mánuði.

Á þessum tveimur mánuðum verður mikill undirbúningur að gera nýjan veitingastað en ekki er hægt að segja frá hvernig hann verður að svo stöddu, sagði Tóti í samtali við freisting.is, en við komum til með að fylgjast með kappanum og nýja veitingastaðnum hans.

Tóti situr ekki auðum höndum þessa dagana en hann rekur núna veitingastaðinn Orange sem verður áfram undir sömu formerkjum, pizzustað í Mosfellsbæ (áður húsnæði Mosfellsbakarí) sem ber heitið Eldhúsið pizzabakarí og nú bættist við veitingastaðurinn á 1919.

Heimasíður:

www.radissonblu.com/1919hotel-reykjavik

www.orange.is

www.eldhusid.is

www.gullfoss.1919.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið