Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tokyo Sushi opnar og veitingastaðurinn Bridge á Marriott hótelinu hættir
Veitingastaðurinn Tokyo Sushi opnar á Courtyard by Marriott hótelinu í Reykjanesbæ 1. júlí og mun leysa af hólmi The Bridge Restaurant & Bar.
Sjá einnig: Þetta er ævintýri fyrir bragðlaukana – The Bridge á Marriott Courtyard í Reykjanesbæ
Tokyo Sushi býður upp á nýstárlega japanska matargerð en þrír veitingastaðir fyrirtækisins eru starfræktir á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem Tokyo Sushi er í verslunum Krónunnar.
Tokyo Sushi er þekkt fyrir matseðil sem inniheldur margskonar sushi, sashimi og aðra japanska rétti sem eru útbúnir með ferskustu fáanlegu hráefnum.
„Ég er í skýjunum yfir framtíðar samstarfi með Tokyo Sushi. Þetta er eitt stærsta og flottasta nafnið í bransanum og ég er mjög stoltur af því að geta boðið hann velkominn til Suðurnesja. Tokyo Sushi nýtur mikilla vinsælda og þetta verður því eitthvað til þess að kæta heimafólkið, að gera þeim kleift að nálgast hágæða sushi í sínum eigin heimabæ,“
segir Ívar S. Karvelsson, hótelstjóri í samtali við Víkurfréttir.
Stjórnendur Courtyard by Marriott lýstu yfir ánægju sinni með nýja samstarfið og sögðu að Tokyo Sushi væri kærkomin viðbót á torgið sem er í mikilli uppbyggingu. Þá vildu þeir koma á framfæri þakklæti til viðskiptavina Bridge veitingastaðarins frá opnun hótelsins.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson matreiðslumeistari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið