Markaðurinn
Tilvalin jólagjöf fyrir fagmenn og ástríðukokka
Bako Verslunartækni býður upp á fjölbreytt úrval tréskurðarbretta bæði frá erlendum og íslenskum framleiðendum.
Núna nýlega kom ný sending af tréskurðarbrettum frá Euroceppi á Ítalíu sem starfrækt hefur verið frá árinu 1922 og framleiðir fallegar eldhúsvörur í hæsta gæðaflokki fyrir fagfólk og ástríðukokka.
Brettin frá Euroceppi eru ákaflega vönduð og koma í mörgum stærðum, gerðum, áferðum og útliti.
Þau búa yfir góðri þykkt og eru fáanleg með eða án safaraufar og með réttri meðferð og umgengni geta slík bretti fylgt eigandanum í áratugi. Jafnframt eru núna fáanleg tréskurðarborð og trévagn á hjólum frá fyrrgreindum framleiðanda.
Hjá Bako Verslunartækni fást jafnframt falleg tréskurðarbretti frá L&VES DESIGN sem eru handgerð hér á Íslandi.
Brettin eru tilvalin jólagjöf fyrir allt fagfólk og ástríðukokka. Sjón er sögu ríkari og eru brettin fáanleg í verslun Bako Verslunartækni að Draghálsi 22, 110 RVK eða á www.bvt.is
Sjá bretti og skálar með því að smella hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt8 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?