Markaðurinn
Tilvalin jólagjöf fyrir fagmenn og ástríðukokka
Bako Verslunartækni býður upp á fjölbreytt úrval tréskurðarbretta bæði frá erlendum og íslenskum framleiðendum.
Núna nýlega kom ný sending af tréskurðarbrettum frá Euroceppi á Ítalíu sem starfrækt hefur verið frá árinu 1922 og framleiðir fallegar eldhúsvörur í hæsta gæðaflokki fyrir fagfólk og ástríðukokka.
Brettin frá Euroceppi eru ákaflega vönduð og koma í mörgum stærðum, gerðum, áferðum og útliti.
Þau búa yfir góðri þykkt og eru fáanleg með eða án safaraufar og með réttri meðferð og umgengni geta slík bretti fylgt eigandanum í áratugi. Jafnframt eru núna fáanleg tréskurðarborð og trévagn á hjólum frá fyrrgreindum framleiðanda.
Hjá Bako Verslunartækni fást jafnframt falleg tréskurðarbretti frá L&VES DESIGN sem eru handgerð hér á Íslandi.
Brettin eru tilvalin jólagjöf fyrir allt fagfólk og ástríðukokka. Sjón er sögu ríkari og eru brettin fáanleg í verslun Bako Verslunartækni að Draghálsi 22, 110 RVK eða á www.bvt.is
Sjá bretti og skálar með því að smella hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.