Frétt
Tilkynning frá SS vegna umræðu um hvað séu kótilettur og hvað ekki
Vegna umræðu um hvað séu kótilettur og hvað ekki er rétt að sýna sögun hjá SS á hryggjum fyrir pakkningu með kótilettum sem komið hefur til umræðu.
Skv. Kjötbókinni þá er hryggur skilgreindur með eftirfarandi hætti.
„Lambahryggur fæst með sögun úr miðjum skrokk. Hryggurinn er aðskilinn frá læri og framparti með þverskurði milli 6. og 7. spjaldhryggjarliðar og 5. og 6. brjóskhryggjarliðar. Hann er aðskilinn frá slögum með langskurði 12 cm frá miðlínu hryggsins. Í þessum hrygg er hvorki mjaðmaspaði né herðablað.“
Í skrokk eru 13 rif svo þessi skilgreining miðar við að það séu 8 rif í hrygg. Hryggir sem SS selur eru með 7 rifjum og því betri vara en Kjötbókin lýsir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá 7 rifja hrygg fyrir sögun. Þverskurðurinn sem snýr fram (að frampartinum) sést. Á hinni myndinni sjást kótiletturnar sem koma úr hálfum svona hrygg. Sneiðarnar sem eru vinstra megin eru úr rifjahluta hryggsins en þær sem eru hægra megin eru úr lundarhluta hryggsins.
Sneiðarnar efst vinstra megin eru úr fremsta hluta hryggsins og svipaðar og þær sem birtar voru í fjölmiðlaumfjöllun.
Hver pakkning sem SS selur af þessum kótilettum er með um 16 kótilettum. Það er eðlilegt að af þessum 16 sneiðum þá séu 2-3 sem koma af fremsta hluta hryggsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin