Frétt
Tilkynning frá SS vegna umræðu um hvað séu kótilettur og hvað ekki
Vegna umræðu um hvað séu kótilettur og hvað ekki er rétt að sýna sögun hjá SS á hryggjum fyrir pakkningu með kótilettum sem komið hefur til umræðu.
Skv. Kjötbókinni þá er hryggur skilgreindur með eftirfarandi hætti.
„Lambahryggur fæst með sögun úr miðjum skrokk. Hryggurinn er aðskilinn frá læri og framparti með þverskurði milli 6. og 7. spjaldhryggjarliðar og 5. og 6. brjóskhryggjarliðar. Hann er aðskilinn frá slögum með langskurði 12 cm frá miðlínu hryggsins. Í þessum hrygg er hvorki mjaðmaspaði né herðablað.“
Í skrokk eru 13 rif svo þessi skilgreining miðar við að það séu 8 rif í hrygg. Hryggir sem SS selur eru með 7 rifjum og því betri vara en Kjötbókin lýsir.
Á meðfylgjandi mynd má sjá 7 rifja hrygg fyrir sögun. Þverskurðurinn sem snýr fram (að frampartinum) sést. Á hinni myndinni sjást kótiletturnar sem koma úr hálfum svona hrygg. Sneiðarnar sem eru vinstra megin eru úr rifjahluta hryggsins en þær sem eru hægra megin eru úr lundarhluta hryggsins.
Sneiðarnar efst vinstra megin eru úr fremsta hluta hryggsins og svipaðar og þær sem birtar voru í fjölmiðlaumfjöllun.
Hver pakkning sem SS selur af þessum kótilettum er með um 16 kótilettum. Það er eðlilegt að af þessum 16 sneiðum þá séu 2-3 sem koma af fremsta hluta hryggsins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?