Pistlar
Tilgangurinn með atlögu að iðnréttundum og löggildingu er eingöngu skammtímagróði
Með atlögu að iðnréttundum og löggildingu þeirra, er hátt reitt til höggs að rótum gæða í ferðaþjónustu.
Þetta hefur verið reynt áður og er tilgangurinn eingöngu að uppfylla kröfur þeirra sem hugsa um skammtímagróða, en ekki að byggja ferðaþjónustu upp á gæðum og til frambúðar, landi og þjóð til heilla.
Í byrjun tíunda árartugs síðustu aldar stóð til að færa alla fagkennslu úr Hótel og veitingaskólanum í fjölbrautaskóla landsins, en þetta höfðu norðmenn gert með þeim árangri sem síðar hefur komið betur og betur í ljós, sem er að norskir fagmenn eru í flestu tilfellum ónothæfir, ef þeir hafa eingöngu norska menntun.
Ég var formaður SVG forvera SAF á þessum árum og skynjaði vel þá kröfu sem kom inn með rekstraraðilum sem ekki höfðu menntun og faglega þekkingu í greininni á þessum tíma. Þessir aðilar sýnist mér hafa náð yfirtökum og nægir að benda á að þeim hefur tekist að þurrka nánast út stétt framreiðslumanna. Áður höfðum við hótel-og veitingamenn verið menntaðir í þessum fræðum og stóðum vörð um fagleg gildi.
Það er engin afsökun að tala um að aukning ferðamanna til landsins hafi verið ófyrirséður. það er einfaldlega ekki rétt. Nægir að benda á rannsóknir Magnúsar Oddsonar fyrrverandi ferðamálstjóra sem gekk út á að fjöldi ferðamanna tvöfaldaðist á tíu ára tímabili og hefur það staðist til dagsins í dag.
Við sem stóðum að stofnun Ráðstefnuskrifstofu Íslands 1992 gerðum okkur grein fyrir því að til þess að byggja mætti Ísland sem alþjóðlegt ráðstefnuland þyrftum við vel menntað fólk. Ég var formaður skólanefndar Hótel- og veitingaskólans á þessum árum og barðist fyrir aukinni menntun á þeim vettvangi.
Það er komin tími til að hleypa fólki að með faglega menntun og reynslu að til að móta stefnu í þessum málum.
Árið 2013 var ég í viðræðum við Ferðamálastofu um að skrifa gæðahandbók um veitingahús fyrir gæðakerfi VAKANN grundvallarrit til að tryggja gæði á veitingahúsum sem fá vottun.
Því var hafnað á þeim forsendum að það væri of dýrt. Uppsett verð frá mér var 800 þúsund til 1. milljón prófarkalesið. Í gær las ég í Fréttablaðinu að LC Ráðgjöf hefði fengið 17,2 miljónir fyrir að vinna að ferðamálastefnu Íslands. Bíðum nú við, er ekki menntun sá grunnur sem við þurfum að byggja heildarstefnu í ferðamálum á.
Höfundur er: Wilhelm Wessman
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi