Uncategorized
Til hamingju Fjalakötturinn!
Veitingahúsið Fjalakötturinn er fyrsta veitingahúsið á Íslandi til að fá hin virtu Wine Spectator Wine Award!
Frá því að fjalakötturinn opnaði í Mars 2005, hafa orðtakið góður matur og þjónusta, og gott vín á sanngjörnu verði, verið leiðarljós starfsfólksins.
Í nýjasta tímariti hins geysivinsæla og virta tímarits Wine Spectator sem kemur út formlega 31. Ágúst 2006, er árlega greinin Dining Guide sem fjallar um öll veitingahús í heiminum sem hafa fengið verðlaun fyrir vínlistann sinn. Í fyrsta skipti er íslenskt veitingahús með. Það veitingahús heitir Fjalakötturinn og er staðsett í Hótel Centrum Reykjavík í Aðalstræti 16.
![]() |
| Ingólfur Einarsson, veitingastjóri (til vinstri) og Stefán Guðjónsson (fyrrverandi veitingastjóri) með viðurkenningaskjalið frá Wine Spectator. |
Til að fá þessa viðurkenningu verður veitingahúsið að senda inn ítarleg gögn um vínseðilinn, matseðilinn og almennar upplýsingar um stefnu veitingahússins í vín og matargerð. Þegar allar upplýsingar eru komnar í hendur Wine Spectator, fara þeir í gegnum öll gögnin og staðfesta upplýsingarnar. Ef staðurinn uppfyllir kröfurnar sem eru gerðar af blaðinu fær hann viðurkenningar skjal.
Frá því að fjalakötturinn opnaði í Mars 2005, hafa orðtakið góður matur og þjónusta, og gott vín á sanngjörnu verði, verið leiðarljós starfsfólksins
Fyrrverandi veitingastjóri Fjalakattarins og ritstjóri smakkarinn.is, Stefán Guðjónsson og samstarfsmaður hans Benedikt Þorsteinsson settu saman vínseðilinn sem var sendur inn til Wine Spectator. Að segja að þeir séu gríðarlega stoltir af viðurkenningunni er vægt til orða tekið!
Til að fagna þessum áfanga hefur Ingólfur Einarsson núverandi veitingastjóri og samstarfsfólk hans ákveðið að vera með verðlauna vínseðilinn í gangi út árið 2006.
Með því að smella hér er hægt að lesa vínlistann eins og hann var sendur til Wine Spectator.
Greint frá á Smakkarinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






