Uncategorized
Til hamingju Fjalakötturinn!
Veitingahúsið Fjalakötturinn er fyrsta veitingahúsið á Íslandi til að fá hin virtu Wine Spectator Wine Award!
Frá því að fjalakötturinn opnaði í Mars 2005, hafa orðtakið góður matur og þjónusta, og gott vín á sanngjörnu verði, verið leiðarljós starfsfólksins.
Í nýjasta tímariti hins geysivinsæla og virta tímarits Wine Spectator sem kemur út formlega 31. Ágúst 2006, er árlega greinin Dining Guide sem fjallar um öll veitingahús í heiminum sem hafa fengið verðlaun fyrir vínlistann sinn. Í fyrsta skipti er íslenskt veitingahús með. Það veitingahús heitir Fjalakötturinn og er staðsett í Hótel Centrum Reykjavík í Aðalstræti 16.
![]() |
| Ingólfur Einarsson, veitingastjóri (til vinstri) og Stefán Guðjónsson (fyrrverandi veitingastjóri) með viðurkenningaskjalið frá Wine Spectator. |
Til að fá þessa viðurkenningu verður veitingahúsið að senda inn ítarleg gögn um vínseðilinn, matseðilinn og almennar upplýsingar um stefnu veitingahússins í vín og matargerð. Þegar allar upplýsingar eru komnar í hendur Wine Spectator, fara þeir í gegnum öll gögnin og staðfesta upplýsingarnar. Ef staðurinn uppfyllir kröfurnar sem eru gerðar af blaðinu fær hann viðurkenningar skjal.
Frá því að fjalakötturinn opnaði í Mars 2005, hafa orðtakið góður matur og þjónusta, og gott vín á sanngjörnu verði, verið leiðarljós starfsfólksins
Fyrrverandi veitingastjóri Fjalakattarins og ritstjóri smakkarinn.is, Stefán Guðjónsson og samstarfsmaður hans Benedikt Þorsteinsson settu saman vínseðilinn sem var sendur inn til Wine Spectator. Að segja að þeir séu gríðarlega stoltir af viðurkenningunni er vægt til orða tekið!
Til að fagna þessum áfanga hefur Ingólfur Einarsson núverandi veitingastjóri og samstarfsfólk hans ákveðið að vera með verðlauna vínseðilinn í gangi út árið 2006.
Með því að smella hér er hægt að lesa vínlistann eins og hann var sendur til Wine Spectator.
Greint frá á Smakkarinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni23 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður
-
Uppskriftir23 klukkustundir síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans






