Vertu memm

Markaðurinn

Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards

Bjórinn hefur aldrei smakkast jafn vel – segir Hlynur Björnsson, vörumerkjastjóri Thule

Birting:

þann

Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards

Íslenska bjórvörumerkið Thule, hefur verið lofsamað af landsmönnum í áraraðir, tryggði sér á dögunum bronsverðlaun í European Beer Awards. Þetta er mikil viðurkenning á gæðum bjórsins og staðfesting á því að Thule hefur ávallt verið eitt af fremstu bjórvörumerkjum landsins.

„Við erum ótrúlega stolt af þessari viðurkenningu. Bjórinn okkar hefur aldrei smakkast jafn vel og í ár, hver ástæða er nákvæmlega veit ekki en mig grunar að Baldur bruggmeistari hafi eitthvað með það að gera. Hann fór í eitthvað ægilegt ævintýri í vetrarfríinu og kom aftur heim eins og nýslegin túskildingur.

Svo er hann líka alltaf að prófa sig áfram og reyna að fullkomna hlutina. Allt sem hann bruggar þessa dagana verður alveg svakalega gott en það er svo sem ekkert nýtt“

segir Hlynur Björnsson, vörumerkjastjóri Thule og hlær.

„Þetta er mikil áfangi fyrir okkur, og við erum heppin og stolt af því að fá að bjóða landsmönnum upp á þennan þriðja besta bjór í heimi.“

Thule hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir framúrskarandi gæði og bragð. Þessi bronsverðlaun í European Beer Awards eru nýjasta viðurkenningin á löngum lista og undirstrika stöðu Thule sem einn einn af bestu bjórum í heimi.

„Við höfum alltaf lagt áherslu á að bjóða upp á bjór sem er bæði vandaður og bragðmikill en á sama tíma sjúklega ferskur.  Þessi verðlaun eru staðfesting á þeirri vinnu og ástríðu sem við setjum í hverja einustu dós.“

bætir Hlynur við.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar