Vertu memm

Uncategorized

Þrúgur gleðinnar

Birting:

þann

Á heimasíðu Víns og matar ber að líta grein um þemadagana í Vínbúðunum  sem birt var í fréttablaðinu, en á hverjum fimmtudegi er dálkur í Fréttablaðinu sem heitir Þrúgur gleðinnar og er hann í umsjón Einars Loga vínspekulant.

Hér að neðan er greinin sem birtist á heimasíðu Víns og matar:

Þrúgur gleðinnar – Umfjöllun um okkur í fréttablaðinu

Við Einar Logi Vignisson hjá Fréttablaðinu eigum tvö sameiginleg áhugamál, a.m.k., vín og ítalskan fótbolta. Einar Logi skrifar dálk á fimmtudögum í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Þrúgur gleðinnar“ þar sem hann fjallar um þau vín er fást í Vínbúðunum. Nú síðast fjallaði hann um þemadagana í Vínbúðunum og er ég sammála skoðun hans um það 1) að það sé fúlt að birgjar skuli alltaf tefla fram sömu vínunum á þemadögum til að halda þeim í kjarna frekar en bjóða upp á nýbreytni, 2) að þemadagar ættu alltaf að hafa fókuserað „þema“ og láta afslátt á sumar- og jólavínum eiga sig og 3) að ÁTVR ætti að koma til móts við birgja með því að lækka álagningu sína á þemadagsvínum (birgjar sjá nefnilega alfarið um afslátt þemadagsvína). 

Heyr, heyr.

Varðandi lið 1 — þá kýs ég alltaf að tefla fram reynsluvínum á þemadögum því ættu slíkir dagar ekki einmitt að kynna fyrir og hvetja fólk til þess að kaupa eitthvað annað en þau eru alltaf vön að kaupa? Andstætt þessu gerir ÁTVR tilkall til að sem flest kjarnavín séu tilnefnd á þemadögum því þá er öruggt framboð af þemadagsvínum um allt land. COME ON GUYS!…öryggi er BORING. notið þemadaga frekar til þess að hvetja til aukinnar dreifingu reynsluvína og skapa reglulega, tímabundna fjölbreytni í þeim búðum sem annars hafa mjög fábrotið úrval. Er ekki einhver úti á landi, t.d., sem þætti ágætt að fá þessa nýbreytni í Vínbúðina öðru hverju? Ég hef bent ÁTVR mönnum á þetta en svarið er dæmigert fyrir opinbera stofnun — lögin leyfa það ekki. Annað svar sem ég hef fengið er að ef sumum reynsluvínum væri gert hærra undir höfði en öðrum með því að dreifa í hinar og þessar Vínbúðir væri verið að mismuna. Ég hef bent á tvo galla í þessu svari: i) „mismununin“ er þegar til staðar því tilnefnd kjarnavín á þemadögum fá sum aukna dreifingu umfram önnu kjarnavín; ii) Takið öryggið af oddinum… og leyfið birgjum að „mismuna“ sumum reynsluvínum á kostnað annarra með því að tilnefna þau umfram önnur á þemadögum og leyfið verslunarstjórum ykkar að „mismuna“ þeim enn frekar með því að velja þau umfram önnur í verslanir sínar. Hvenær er frjálst val mismunun?

Eitthvað virðast hlutirnir vera að þokast í rétta átt því að á núverandi sumardögum í Vínbúðunum var reynsluvínum gert kleyft að fá aukna dreifingu en aðeins í stærstu Vínbúðirnar. Hnífurinn stendur þó enn í kúnni þar sem af 9 mögulegum tilnefningum hvers birgja máttu reynsluvín vera að hámarki 3 (í fyrri þemadögum voru heildartilnefningar að hámarki 6 og var óskað sterklega eftir því að hálfu ÁTVR að þau væru sem flest kjarnavín þótt reynsluvín væru ekki bönnuð).

Annars ætlaði ég ekki að þusa í þessu bloggi heldur benda á þá góðu umfjöllun sem Vín og matur fékk hjá Einar Loga í greininni Einar fjallar um núverandi þemadaga í Vínbúðunum, „sumarvín“, og bendir sérstaklega á ítölsku vínin í tilefni glæsilegs sigurs Ítala á HM. ÁFRAM ÍTALÍA!

… ansi mörg af vínum [sem í boði eru á sumardögunum] sem vekja sérstakan áhuga eru ítölsk. Mörg eru frá eldhuganum Arnari Bjarnasyni sem rekur innflutningsfyrirtækið Vín og matur. Arnar bjó um nokkurt skeið á Ítalíu og breiðir fagnaðarboðskap ítalskrar matar- og víngerðar út af miklum móð eins og lesa má á síðu hans, vinogmatur.is. Frá honum er t.d. hið prýðilega hvítvín Casal di Serra (1.390 kr.) úr verdicchio þrúgunni skemmtilegu. Einnig tvö fyrirtaks chianti-vín, Fontodi (1.690 kr.) og Castello di Querceto (1.590 kr.).

– Fréttablaðið 13.júlí 2006, Einar Logi Vignisson

Heimild; vinogmatur.is

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið