Vertu memm

KM

Þrjár matreiðslukeppnir á þremur dögum

Birting:

þann

Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir þremur matreiðslukeppnum á þremur dögum á sýningunni Ferðalög og frístundir sem haldin verður í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 8.-10. maí nk. Sú fyrsta, sem fram fer föstudaginn 8. maí, ber yfirskriftina Matreiðslumaður ársins, önnur keppnin, Matreiðslumeistari Norðurlanda, fer fram laugardaginn 9. maí og landshlutakeppnin Íslenskt eldhús 2009 verður haldin sunnudaginn 10. maí. Á sýningunni Ferðalög og frístundir sameinast á einum stað allt sem viðkemur ferðalögum, frístundum og afþreyingu, innanlands og utan. Sýningin Golf 2009 verður haldin samhliða Ferðalögum og frístundum – og kjarninn í ferðasýningunni verður Ferðatorgið, þar sem ferðamálasamtök landsins kynna hvert sinn landshluta og ferðaþjónustu á sínu svæði. Á Matartorginu verða svo matreiðslukeppnirnar þrjár, en matarmenning er samofin velheppnuðum ferðalögum og frístundum og fellur því vel að sýningunni.

Eftirfarandi aðilar verða að dæma:

Matreiðslumaður ársinns 2009 forkeppni 2.maí
Bjarki Hilmarsson Smakk
Alfreð Ó Alfreðsson Smakk
Bjarni Gunnar Kristinsson Smakk
Úlfar Finnbjörnson Smakk
Björn Bragi Bragason Smakk
Ásbjörn Pálsson Eldhús
óráðstafað Eldhús
Matreiðslumaður ársinns 2009 úrslit 8.maí
Brendan O´Niell, yfirdómari Smakk Írland
Ragnar Ómarsson Smakk Ísland
óraðstafað Smakk
óraðstafað Smakk
óraðstafað Smakk
Bjarni Sigurðsson Eldhús Ísland
Aðalsteinn Friðriksson Eldhús Ísland
NKF Matreiðslumaður Norðurlanda 9.maí
Brendan  O´Neill, yfirdómari Smakk Írland
Ragnar Ómarsson Smakk Ísland
Per Mandrup Smakk Danmörk
Jarmo Huuhtanen   Smakk Finland
Håvard Ravn Larsen   Smakk Noreg
Patrick Hammar Smakk Svíþjóð
Björn Bragi Bragason Eldhús Ísland
Stefán Viðarsson Eldhús Ísland
Íslenskt eldhús 10.maí
Sigvin Gunnarsson Smakk Yfirdómari
Ásbjörn Pálsson Smakk Suður-L+N
Þráinn Lárusson Smakk Austurland
Þórhildur María Jónsdóttir Smakk Norðurland
Steinn Óskar  Smakk Vestfirðir
Óráðstafað Smakk Reykjavík
Andreas Jacobsen Eldhús
Úlfar Finnbjörsson Eldhús

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið