KM
Þrjár matreiðslukeppnir á þremur dögum
Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir þremur matreiðslukeppnum á þremur dögum á sýningunni Ferðalög og frístundir sem haldin verður í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 8.-10. maí nk. Sú fyrsta, sem fram fer föstudaginn 8. maí, ber yfirskriftina Matreiðslumaður ársins, önnur keppnin, Matreiðslumeistari Norðurlanda, fer fram laugardaginn 9. maí og landshlutakeppnin Íslenskt eldhús 2009 verður haldin sunnudaginn 10. maí. Á sýningunni Ferðalög og frístundir sameinast á einum stað allt sem viðkemur ferðalögum, frístundum og afþreyingu, innanlands og utan. Sýningin Golf 2009 verður haldin samhliða Ferðalögum og frístundum og kjarninn í ferðasýningunni verður Ferðatorgið, þar sem ferðamálasamtök landsins kynna hvert sinn landshluta og ferðaþjónustu á sínu svæði. Á Matartorginu verða svo matreiðslukeppnirnar þrjár, en matarmenning er samofin velheppnuðum ferðalögum og frístundum og fellur því vel að sýningunni.
Eftirfarandi aðilar verða að dæma:
| Matreiðslumaður ársinns 2009 forkeppni | 2.maí | |||
| Bjarki Hilmarsson | Smakk | |||
| Alfreð Ó Alfreðsson | Smakk | |||
| Bjarni Gunnar Kristinsson | Smakk | |||
| Úlfar Finnbjörnson | Smakk | |||
| Björn Bragi Bragason | Smakk | |||
| Ásbjörn Pálsson | Eldhús | |||
| óráðstafað | Eldhús | |||
| Matreiðslumaður ársinns 2009 úrslit | 8.maí | |||
| Brendan O´Niell, yfirdómari | Smakk | Írland | ||
| Ragnar Ómarsson | Smakk | Ísland | ||
| óraðstafað | Smakk | |||
| óraðstafað | Smakk | |||
| óraðstafað | Smakk | |||
| Bjarni Sigurðsson | Eldhús | Ísland | ||
| Aðalsteinn Friðriksson | Eldhús | Ísland | ||
| NKF Matreiðslumaður Norðurlanda | 9.maí | |||
| Brendan O´Neill, yfirdómari | Smakk | Írland | ||
| Ragnar Ómarsson | Smakk | Ísland | ||
| Per Mandrup | Smakk | Danmörk | ||
| Jarmo Huuhtanen | Smakk | Finland | ||
| Håvard Ravn Larsen | Smakk | Noreg | ||
| Patrick Hammar | Smakk | Svíþjóð | ||
| Björn Bragi Bragason | Eldhús | Ísland | ||
| Stefán Viðarsson | Eldhús | Ísland | ||
| Íslenskt eldhús | 10.maí | |||
| Sigvin Gunnarsson | Smakk | Yfirdómari | ||
| Ásbjörn Pálsson | Smakk | Suður-L+N | ||
| Þráinn Lárusson | Smakk | Austurland | ||
| Þórhildur María Jónsdóttir | Smakk | Norðurland | ||
| Steinn Óskar | Smakk | Vestfirðir | ||
| Óráðstafað | Smakk | Reykjavík | ||
| Andreas Jacobsen | Eldhús | |||
| Úlfar Finnbjörsson | Eldhús | |||
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra





