Food & fun
Þrír barþjónar keppa til úrslita í kokteilkeppni Food & Fun
Food & Fun Festival matarhátíðin hefst á morgun, 12. mars, og stendur til 16. mars. Hátíðin er haldin árlega í Reykjavík og sameinar alþjóðlega og innlenda matreiðslumeistara sem vinna saman að því að skapa einstaka matarupplifun fyrir gesti.
Í tengslum við hátíðina fer fram spennandi keppni barþjóna, þar sem dómnefnd á vegum Barþjónaklúbbsins ferðast milli veitingastaða og velur þrjá hæfileikaríka barþjóna úr forkeppni til að keppa til úrslita. Þar munu þeir sýna faglega færni sína og búa til einstaka kokteila með Reyka Vodka.
Þeir þrír barþjónar sem valdir verða úr forkeppninni keppa síðan á sjálfum úrslitunum, sem fara fram í Petersen svítunni laugardaginn 15. mars. Keppnin hefst kl. 15:00.
Gestir eru hvattir til að mæta, fylgjast með þessari spennandi samkeppni, njóta einstakar stemningar og styðja keppendurna. Viðburðurinn er öllum opinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðanSkráning opin í Barlady 2026 – Tækifæri fyrir framúrskarandi barþjóna
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






